Nefnd um sorpmál - 14. fundur - 4. maí 2011

Mætt eru:  Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.

 

1.     Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.

Nefndin ræddi að nýju gjaldskrá fyrir förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ. 

Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:

Gjald fyrir almennt sorp verði 33 kr / kg.

Gjald fyrir timbur verði 17 kr / kg.

Nýr gjaldflokkur fyrir steinefni frá framkvæmdum 5 kr / kg.

Gjaldfrjálst verði fyrir heimili allt að 1 m³, sjá gjaldskrá.

Nefnd um sorpmál leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að tillögur nefndarinnar um gjaldskrá verði samþykkt.

 

2.     Tímaáætlun Kubbs ehf., Ísafirði.

Skv. upplýsingum frá Kubbi ehf., Ísafirði,  mun sorphirða frá heimilum vera þannig, að aðra hverja viku verður endurvinnsluefni tekið og aðra hverja viku almennt heimilssorp.  Tímaplanið er eftirfarandi:

Mánudagar: Eyrin og efri bær á Ísafirði.

Þriðjudagar: Holtahverfi og Hnífsdalur

Miðvikudagar: Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

Lagt fram til kynningar.

 

3.     Heildarmagn sorps.

Lagðar fram upplýsingar um heildarmagn sorps fyrir mánuðina jan, feb, mars og apríl 2011.  Alls hafa verið flutt til urðunar 413 tonn af sorpi frá heimilum og fyrirtækjum eða 30% af áætluðu magni.  Inn á móttökustöð Funa hafa komið 60 tonn af timbri og 270 tonn af blönduðum úrgangi.  Á söfnunarstaði hafa komið 15 tonn af timbri, 20 tonn af almennu sorpi og 5 tonn af brotmálmum.

Frá 16. apríl til 30. apríl sl. voru viktuð inn alls 21 tonn af almennu sorpi og 3,3 tonn af endurvinnsluefnum frá heimilum.  Endurvinnsluefni eru því um 14% af heildarmassa.  Auk þess hafa komið inn 1,8 tonn af heyrúlluplasti.

Nefndin bendir á að flokkunarkerfið er rétt að fara í gang og því ættu tölur fyrir maí að gefa betri mynd af flokkunarárangri. 

Nefndin lýsir ánægju sinni með þróum mála og leggur til að flokkunarárangur verði birtur reglulega á heimusíðu Ísafjarðarbæjar.

 

4.     Kynningarheimsóknir til íbúa Ísafjarðarbæjar.

Nefndin leggur til við verktaka að íbúar sveitarfélagsins verði heimsóttir eins fljótt og mögulegt er, þar sem sorpflokkun verði kynnt íbúum enn frekar. 

 

5.     Önnur mál.

  • Spurst fyrir um sorpmál á tjaldsvæðum og hafnarsvæðum Ísafjarðarbæjar.

           Umhverfisfulltrúi upplýsti að á tjaldsvæðum yrðu settir gámar og kör þar sem allt sorp verður flokkað.

  • Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála á útgáfu sorpbæklings, sem verður á fleiri tungumálum.  Bæklingurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og prentuð eintök á bæjarskrifstofu og bensínstöðvum.
  • Ljóst er að fleiri tunnur verða afhentar íbúum en talið var.  Gert var ráð fyrir 1.000 tunnum en verð væntanlega 1.200 talsins.

 

 

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl. 17:25.

 

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                    

Marzellíus Sveinbjörnsson.                

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?