Nefnd um sorpmál - 13. fundur - 5. apríl 2011

1. Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.

Nefndin ræddi gjaldskrá fyrir förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ. 

Nefndin leggur til að nýtt verð verði sett inn í gjaldskránna:

Gjald fyrir almennt sorp verði 33 kr / kg.

Nefndin leggur jafnframt til að gjald fyrir timbur hækki um 2 kr / kg.

Nefndin leggur einnig til að endurgjaldslaust verði fyrir garðaúrgang.

Þá leggur nefndin til að Ísafjarðarbær leggi íbúum til klippikort (3 rúmmetrar) samhliða fasteignagjöldum ár hvert.  Lagt er til að fyrstu klippikortin verði send út í lok apríl þessa árs.

 

2. Verkfundir með verktaka.

Umhverfisfulltrúi kynnti verkfundi sem haldnir hafa verið með verktaka.

 

3. Losunarstaðir fyrir möl og annan jarðveg.

Með vísan í fund 349. fund umhverfisnefndar þar sem rætt var um mögulega staðsetningu á urðun á óvirkum úrgangi.  Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfisnefndar „Ekki eru neinir leyfilegir urðunarstaðir í Ísafjarðarbæ, öllum óvirkum úrgangi skal því skilað í Funa.  Tæknideild falið að ræða við fulltrúa Kubbs ehf., um mögulegar lausnir.“  Nefnd um sorpmál tekur undir með umhverfisnefnd.

 

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl. 16:25.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Kristján Andri Guðjónsson.                                       

Marzellíus Sveinbjörnsson.                

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                                

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?