Nefnd um sorpmál - 1. fundur - 11. ágúst 2010


Mættir: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henrý Bæringsson, Geir Sigurðsson, Kristján Andri Guðjónsson, Róbert Hafsteinsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.



 



1.             Erindisbréf



Formaður setti fundinn og fór yfir erindisbréf nefndarinnar dags. 28. júní 2010.



  • Nefndin heyrir beint undir bæjarstjórn.
  • Kjörnir fulltrúar í nefndina: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson og Henrý Bæringsson. Bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur hafa seturétt á fundum með málfrelsi og tillögurétt. Varamenn eru: Geir Sigurðsson, Kristján Andri Guðjónsson og Róbert Hafsteinsson.
  • Marzellíus Sveinbjörnsson var kjörinn varaformaður.
  • Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, kjörinn ritari. 


2.             Drög að útboðsgögnum um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ



Lögð fram útboðsgögn unnin af Verkís dags. ágúst 2010.



Nefndin felur formanni og sviðstjóra að gera breytingar á útboðsgögnum sem lúta að aukinni flokkun, hagkvæmni, endurvinnslu og endurnýtingu.





3.       Áminning og krafa um úrbætur (2009-10-0006)



Tekið fyrir bréf Umhverfisstofnunar dags.12. maí 2010 þar sem sorpbrennslunni Funa er veitt áminning sbr. 38. gr. laga nr. 55/2003.



Nefnd um sorphirðu leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um undanþágu hjá Umhverfisstofnun, til áframhaldandi reksturs sorpbrennslunnar í Funa til allt að 6 mánaða.



Ósk þessi er byggist á því að vegna umfangs hefur dregist að vinna útboðsgögn vegna sorphirðu og sorpförgunar í Ísafjarðarbæ, en þau hafa nú verið lögð fram og ákveðið að hefja útboðsferlið sem taka mun 6 ? 12 vikur. Að því loknu mun svo vonandi hefjast vinna við breytingar á sorphirðunni. Útboðslýsingin byggir á flokkun sorps, endurvinnslu og urðun og því mun endurbygging á vélbúnaði Funa verða óþarfur ef niðurstaða útboðsins verður jákvæð. Með tilliti til þeirra miklu fjárhagslegu hagsmuna sem hér er um að ræða, er mikilvægt að ekki verði farið útí kostnaðarsamar aðgerðir í málaflokknum á meðan á útboðsferlinu stendur og óhjákvæmilegar breytingar verða væntanlega á allri meðferð sorps í bæjarfélaginu.






 



4.             Viðbragðs- og neyðaráætlun sorpbrennslunnar Funa og urðunarstaðar að Klofningi



Lögð fram fram Viðbragðs- og neyðaráætlun sorpbrennslunnar Funa og urðunarstaðar að Klofningi.



Erindið kynnt.



 



5.             Kostnaðaráætlun vegna endurbyggingu á sorpbrennslunni Funa



Nefnd um sorphirðu óskar eftir því að gerð verði ný kostnaðaráætlun um endurbyggingu á Funa, þar sem tekið verði tillit til kostnaðar við nauðsynlega endurbyggingu vélbúnaðar stöðvarinnar, s.s. brennsluofns, snigla, hreinsibúnaðar og alls þess sem endurnýja þarf eða bæta þarf við til að rekstur stöðvarinnar verði samkvæmt núgildandi reglum um starfsemi stöðvarinnar og krafna þar um. Þá er mikilvægt að fyrir liggi ennfremur áætlaður árlegur viðhalds- og rekstrarkostnaður stöðvarinnar. Gerð kostnaðaráætlunarinnar verði lokið fyrir lok útboðs á ?Sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ?, sem nú er í farvatninu.



 



6.             Framtíðar urðunarstaður Ísafjarðarbæjar



Nefnd um sorphirðu óskar eftir því að bæjartæknifræðingur leggi fram minnisblað um fyrri athuganir á mögulegum urðunarstöðum í sveitarfélaginu. Minnisblaðið verði fyrsta skrefið í starfi nefndarinnar í því að finna nýjan stað fyrir urðun sorps í sveitarfélaginu í stað Klofnings.



 



7.             Gjaldskrá Funa



Farið yfir núverandi gjaldskrá Funa og rætt um breytingar á henni.



 



8.             Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ



Farið yfir núverandi samþykkt og breytingar á henni.



 



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.






Kristín Hálfdánsdóttir, formaður



Marzellíus Sveinbjörnsson


Henrý Bæringsson


Geir Sigurðsson


Kristján Andri Guðjónsson


Róbert Hafsteinsson


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs



Er hægt að bæta efnið á síðunni?