Nefnd um skjaldarmerki - 2. fundur - 8. febrúar 2011

Mætt eru: Eiríkur Finnur Greipsson, Guðrún Karlsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi, sat fundinn einnig.

 

Dagskrá:

 

1.      HBH kynnti samantekt um notagildi núverandi skjaldarmerkis og notkunar einhvers af umræddum skjaldarmerkjum eins og sér út frá reglugerð nr. 112/1999 um skjaldarmerki.

Núverandi skjaldarmerki uppfyllir ekki lög um byggðamerki, það er fjögur merki samsett.

Merki Ísafjarðarkaupstaðar er nothæft en laga þarf lögun þess, kostnaður um 250 þ.kr.

Merki Vestur Ísafjarðarsýslu er nothæft óbreytt.

Merki Suðureyrar og Flateyrar uppfylla ekki skilyrði umræddrar reglugerðar en þarfnast mikilla breytinga, s.k.v. mati Gísla B. Björnssonar, ráðgjafa, á Einkaleyfisstofu.

 

 

2.      Eftir umræður var ákveðið að skrifa íbúasamtökum sveitarfélagsins bréf þar sem álits verði leitað varðandi afstöðu þeirra til þriggja tillagna.

a.       Fara í samkeppni um nýtt merki. Kostnaður áætlaður 1,5 m.kr.

b.      Nota merki Vestur Ísafjarðarsýslu óbreytt.

c.       Nota merki Ísafjarðarkaupstaðar, með lítillegum breytingum. Það þarf að laga lögun merkis.  Áætlaður kostnaður 250 þ.kr.

 

Eiríkur Finnur og Hálfdán Bjarki fá það hlutverk að ganga frá umræddu bréfi ásamt greinagerð sem send verður íbúasamtökum.

 

Þegar bréfunum hefur verið svarað hittist nefndin aftur og gerir tillögu til bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert fundi slitið 12:38.

 

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                       

Guðrún Karlsdóttir.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir.                                                    

Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.     

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?