Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 6. fundur - 11. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Málstofa um hverfisráð og íbúalýðræði, undirbúningur og skipulag - 2016110026

 

Lögð er fram íbúalýðræðisskýrsla frá Akureyri síðan í janúar 2016, skýrsla um íbúasamtök (lokalråd) frá 2010 og skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um námsferð sveitarstjórnarmanna til Svíþjóð frá september 2016.

 

Málstofu sem halda átti 5. nóvember sl. var frestað vegna veðurs. Stefnt er að því að málstofan verði haldin eftir áramót árið 2017.
Nefndin óskar eftir fundi með 1-2 fulltrúum hvers hverfisráðs, bæjarstjóra, bæjarritara og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs fyrir áramót til að fara yfir starfsemi hverfisráða.

 

   

2.  

Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

 

Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu.

 

Nefndin mun vinna að sameiginlegu skjali út frá þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum og móta tillögu að stefnu Ísafjarðarbæjar um aukið íbúalýðræði.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Gunnar Páll Eydal

Áslaug Jóhanna Jensdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?