Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 4. fundur - 20. febrúar 2015

Dagskrá:

1.  

Öldungaráð - 2014080062

 

Fulltrúar félags eldri borgara á Ísafirði, félags eldri borgara á Flateyri og íþróttafélagsins Kubbs mæta til fundarins til að ræða mögulega útfærslu öldungarráðs.

 

Fundarmenn ræddu hin ýmsu hagsmunamál sín, svo sem snjómokstur, íbúðamál og félagsstörf.
Rætt var um að líta bæri til framsetningar á öldungarráðum þeirra bæjarfélaga sem væru búin að stofna öldungarráð, þ.e. Hafnarfjarðar og Hveragerðis.
Ákveðið að kanna áhuga nágrannasveitarfélaganna um stofnun sameiginlegs öldungaráðs. Í framhaldinu yrði lagt til við bæjarstjórn að stofna öldungaráð í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum. Nefndin felur formanni að gera drög að samþykktum um öldungaráð.

Fulltrúar eldri borgara yfirgáfu fundinn kl. 15:23.

 

   

2.  

Ungmennaráð - 2014080062

 

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu mun leggja til við bæjarstjórn að stofna ungmennaráð. Nefndin felur formanni að gera drög að samþykktum um ungmennaráð.

 

   

3.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 19. janúar sl. um stofnun hverfisráða hjá Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:52

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Gunnar Páll Eydal

Áslaug Jóhanna Jensdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?