Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2. fundur - 12. september 2014

Dagskrá:

1.

2014080062 - Ungmennaráð / öldungarráð

 

Umræður fóru fram um hvernig ungmennaráð skyldi stofnað og samsetningu þess, meðal annars m.t.t. aldurs.
Ákveðið var að kalla til næsta fundar þau sem voru í ungmennaráði árið 2009, formenn nemendafélaga MÍ og grunnskóla sveitarfélagsins og Margréti Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs.

Einnig fóru fram umræður um öldungaráð og ákveðið var að kalla til aðila úr félagi eldri borgara í sveitarfélaginu.

Verkefnum var deilt niður á fundarmenn.

 

   

2.

2014080062 - Undirbúningur íbúafundar á Ísafirði

 

Rætt var um skipulagningu þess íbúafundar sem áætlað er að halda á Ísafirði og væntanlega stofnun hverfisráða Skutulsfjarðar. Stefnt er að því að halda íbúafund þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Stjórnsýsluhúsinu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Gunnar Páll Eydal

Áslaug Jóhanna Jensdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?