Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 1. fundur - 28. ágúst 2014
Dagskrá:
|
1. |
2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda |
|
|
Á 843. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð erindisbréfum nefnda Ísafjarðarbæjar til viðkomandi nefnda. Bæjarráð óskaði eftir að nefndirnar kæmu með tillögu til úrbóta á erindisbréfunum eftir því sem við ætti. |
||
|
Virkar umræður fóru fram um efni erindisbréfsins. |
||
|
|
||
|
2. |
2014080062 - Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu |
|
|
Lagt er fyrir minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. ágúst sl., um þau atriði sem Ísafjarðarbær hefur verið að vinna í til að auka íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu. |
||
|
Nefndin ræðir um fyrstu verkefni nefndarinnar. Meðal þess fyrsta sem nefndin ætlar sér að gera er að halda fundi með íbúum sveitarfélagsins þar sem reynt verður að greina vilja íbúa í tengslum við verkefni nefndarinnar. Fyrsti íbúafundur er áætlaður í Skutulsfirði í september. Fram komu ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að auka íbúalýðræði og virkja stjórnsýsluna og rætt um að líta til þess hvað önnur sveitarfélög hafa verrið að gera í þessum efnum. |
||
|
|
||
|
3. |
2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ |
|
|
Lögð er fram fyrirmynd að samþykktum hverfisráða Ísafjarðarbæjar og minnisblað Þórdíar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. ágúst 2014. |
||
|
Lagt fram til kynningar. Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu hvetur byggðarkjarna til að stofna hverfisráð og einsetur sér að stuðla að stofnun hverfisráða og virkni þeirra. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45
|
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Gunnar Páll Eydal |
|
Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson |
|
Bryndís Ósk Jónsdóttir |
|
Guðmundur R Björgvinsson |
|
Áslaug Jóhanna Jensdóttir |
|
|
|
|