Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 1. fundur - 28. ágúst 2014

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda

 

Á 843. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð erindisbréfum nefnda Ísafjarðarbæjar til viðkomandi nefnda. Bæjarráð óskaði eftir að nefndirnar kæmu með tillögu til úrbóta á erindisbréfunum eftir því sem við ætti.

 

Virkar umræður fóru fram um efni erindisbréfsins.
Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu samþykkir erindisbréfið og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.

 

   

2.

2014080062 - Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu

 

Lagt er fyrir minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. ágúst sl., um þau atriði sem Ísafjarðarbær hefur verið að vinna í til að auka íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu.

 

Nefndin ræðir um fyrstu verkefni nefndarinnar. Meðal þess fyrsta sem nefndin ætlar sér að gera er að halda fundi með íbúum sveitarfélagsins þar sem reynt verður að greina vilja íbúa í tengslum við verkefni nefndarinnar. Fyrsti íbúafundur er áætlaður í Skutulsfirði í september. Fram komu ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að auka íbúalýðræði og virkja stjórnsýsluna og rætt um að líta til þess hvað önnur sveitarfélög hafa verrið að gera í þessum efnum.

 

   

3.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Lögð er fram fyrirmynd að samþykktum hverfisráða Ísafjarðarbæjar og minnisblað Þórdíar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. ágúst 2014.

 

Lagt fram til kynningar. Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu hvetur byggðarkjarna til að stofna hverfisráð og einsetur sér að stuðla að stofnun hverfisráða og virkni þeirra.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Gunnar Páll Eydal

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

 

Bryndís Ósk Jónsdóttir

Guðmundur R Björgvinsson

 

Áslaug Jóhanna Jensdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?