Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 8. fundur - 16. nóvember 2011

Þetta var gert:

 

1.         Fyrirspurn frá félögum eldri borgara á Ísafirði og í Önundarfirði. 2008-06-0016.

Borist hefur fyrirspurn frá félögum endri borgara á Ísafirði og í Önundarfirði um, að fá áheyrnarfulltrúa í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis óskar eftir fundi með fulltrúum frá félögum eldri borgara á Ísafirði og í Önundarfirði og felur starfsmanni að boða til hans.

 

2.         Þarfagreining fyrir nýtt hjúkrunarheimili. 2008-06-0016.

Rætt um þarfagreiningu frá Verkís fyrir nýtt hjúkrunarheimili.  Rætt um hvernig best sé að koma að þjónustu við einstaklinga með Alsheimers.  Nefndin hyggst halda sérstakan fund þar sem farið verði yfir þarfagreininguna.

 

3.         Kostnaðargreining fyrir nýtt hjúkrunarheimili.  2008-06-0016.

Lögð fram kostnaðaráætlun frá Verkís.  Farið verður með allar upplýsingar í skýrslunni sem trúnaðarmál.  

 

4.         Verklag vegna væntanlegs undirbúnings og framkvæmda. 2008-06-0016.

Árni Traustason frá Verkís mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram greinargerð frá Verkís um innkaupaleiðir arkitektahönnunar, viðmiðunarfjárhæðir og möguleika.  Árni fór með nefndinni yfir innihald greinargerðarinnar. Farið verður með allar upplýsingar í greinargerðinni sem trúnaðarmál. 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að farið verði í lokað útboð með forvali.  Í kjölfar þess verði farið í tveggja umslaga útfærslu á útboðinu. 

Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki áframhaldandi samvinnu við Verkís við undirbúning á byggingu hjúkrunarheimilisins.

Árni Traustason vék af fundi að loknum umræðum undir þessum lið.

 

5.         Önnur mál.

A.        Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis hefur ákveðið að funda tvisvar sinnum í       mánuði þ.e. hvern miðvikudag rúmri viku fyrir fundi bæjarstjórnar.

B.        2011-04-0052 - Að mati Verkís þarf deiliskipulag að liggja fyrir eftir tvo til þrjá mánuði í síðasta lagi        svo framkvæmdir tefjist ekki.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:25

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.                                      

Sigurður Pétursson.                

Svanlaug Guðnadóttir.                                                           

Daníel Jakobsson.

Margrét Geirsdóttir.                                                               

Magnús Reynir Guðmundsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?