Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 53. fundur - 26. ágúst 2015

Þetta var gert:          

 

1.     Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri.  Lóðaframkvæmdum er að ljúka, unnið er að tyrfingu svæðisins og niðursetningu plantna.

Málun utanhúss er hafin og verður lokið um mánaðamót ef veður leyfir.

Frágangi innanhúss er lokið.  Þá verður unnið að þrifum næstu daga.

Unnið er að uppsetningu búnaðar, rúma, gardína ofl.

Nefndin þakkar kynninguna..

 

2.      Greinargerð varðandi samskipti Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytis vegna byggingarkostnaðar. 2011-12-0009.

Lögð fram að nýju greinargerð unnin af Jóhanni Birki Helgasyni þar sem fjallað er um nokkur atriði er varðar samskipti Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytisins vegna byggingarkostnaðar.

a)      Breyting á byggingarreglugerð

b)      Stækkun íbúða vegna kröfu Framkvæmdasýslu ríkisins, iðjujálfun og tengigangur.

c)      Tafir á upphafi framkvæmda.

d)     Vísitöluhækkun á leigugreiðslum.

Nefndin leggur til að bæjarráð að fylgja málinu eftir gagnvart Velferðarráðuneytinu, meðal annars til að ná fram sanngjarnri leiðréttingu leiguverðs.

 

3.      Formleg opnun og opið hús sunnudaginn 30. ágúst 2015. 2011-12-0009.

Sunnudaginn 30. ágúst 2015 kl. 14:00 verður formleg afhending og opið hús á Eyri.

Rætt um undirbúning.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson mætti til fundar undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 

Sigurður Pétursson, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson                                            

Kristín Hálfdánsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri                                                    

Jóhann Birkir Helgason         

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri                                  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?