Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 5. fundur - 14. september 2011

Þetta var gert:

 

1.         Fyrirspurnir frá Sigurði Péturssyni til formanns nefndarinnar. 2008-06-0016.

Tekinn fyrir rafpóstur Sigurðar Péturssonar, nefndarmanns, til formanns nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafiðri, dagsettur 1. september síðastliðinn.  Hann spyrst fyrir um:

  • hvar vinna við deiliskipulag sé stödd og hver verði næstu skref,
  • bréfaskipti Ísafjarðarbæjar og velferðarráðuneytis í tengslum við hjúkrunarheimilismál í framhaldi af fundi ríkisstjórnarinnar á Ísafirði þann 5. apríl síðastliðinn
  • og hver sé staða mála varðandi fund sem nefndin óskaði eftir með stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og verkáætlunar fyrir byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis sem embættismönnum bæjarfélagsins var falið að vinna. 

Lagt fram minnisblað ásamt rafpósti frá bæjarstjóra þar sem ofangreindum fyrirspurnum er svarað.

 

2.         Vinna við þarfagreiningu á þjónustu við aldraða. 2008-06-0016.

Lagt fram tilboð frá Verkís vegna aðstoðar við undirbúning byggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði.  Tilboðið skiptist í þarfagreiningu, kostnaðaráætlun, verkáætlun og rekstraráætlun.  Nefndin leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Verkís á grundvelli tilboðsins.

 

3.         Hönnun hjúkrunarheimilis. 2008-06-0016.

Rætt um möguleika á leiðum í hönnun á hjúkrunarheimili. 

 

4.         Önnur mál. 2008-06-0016.

A.        Rætt um undirbúning á væntanlegum fundi með stjórn Heilbrigðisstofunar Vestfjarða.

B.        Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að skila minnisblaði, um hvort hjúkrunarheimili rúmist ekki á svæðinu með tilliti til deiliskipulags og aðalskipulags.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:50

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                                

Svanlaug Guðnadóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.                                    

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?