Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 49. fundur - 16. júlí 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri.  Lokaúttekt með byggingarfulltrúa og fleiri aðilum verður 22. júlí 2015.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

2.      Lóðaframkvæmdir staða verks.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu lóðaframkvæmda á Eyri.  Verkið gengur vel, gert er ráð fyrir að aðkoman og bílastæðin verði malbikuð 22. júlí.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

3.      Formleg afhending og opið hús

Nefndin hefur ákveðið að formleg afhending byggingarinnar með viðhöfn og opið hús fyrir bæjarbúa verði sunnudaginn 23. ágúst nk. kl. 14:00

 

4.      Lántaka vegna fjármögnunar byggingarinnar

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri kynnti stöðu mála, bæjarráð hefur samþykkt lántökusamning að upphæð 1,1 milljarð króna vegna byggingarinnar til 40 ára.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

5.      Drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar

Lögð fram drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði dags. 13. júlí 2015.

Bæjarráð hefur samþykkt drögin.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Tenging hjúkrunarheimilisins Eyrar við HSVEST

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri kynnti stöðu mála.  Borist hefur fyrirspurn frá Velferðarráðuneytinu þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbæjar geti tekið að sér framkvæmd vegna opnunar milli hjúkrunarheimilinu Eyrar og HSVEST og breytingar sem þarf að gera í því sambandi.

Starfsmanni nefndarinnar og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

7.      Önnur mál

Upplýst var að samkvæmt samningi frá árinu 2011 miðast leiga ríkisins við 2.250 fermetra.

Stærð byggingarinnar er 2.318 fermetrar, stækkunin var gerð vegna tengibyggingar og stækkunar á iðjuþjálfun.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:15.

 

Sigurður Pétursson, formaður

Magnús Reynir Guðmundsson                                            

Kristín Hálfdánsdóttir                     

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri                                                    

Jóhann Birkir Helgason

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri                                              

Er hægt að bæta efnið á síðunni?