Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 47. fundur - 18. júní 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Fundargerðir 46. fundar nefndarinnar.

Fundargerðirn lögð fram.

 

2.      Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri.  Verkið er u.þ.b. 4 vikum á eftir áætlun.  Verkstaða verktaka er 97,5%.  Stefnt er að lokaúttekt með Framkvæmdasýslu ríkisins  og fleiri aðilum 30. júní 2015.

Að tillögu byggingarstjóra samþykkir nefndin að fallið verði frá sílikonhúð á múrhúðaða útveggi og í stað þess komi akrílmálning.  Nokkur sparnaður hlýst af þessari breytingu.

Lóðarframkvæmdir eru komnar vel af stað, byrjað er að helluleggja framan við anddyri, búið að steypa pall utan við hús 2.  Verkið er á áætlun.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

3.      Búnaðarkaup. 2011-12-0009.

Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni Birki Helgasyni frá Verkís dags. 16. júní 2015 er varðar stöðu mála á búnaði í Eyri.  Fram kemur að búið sé að ganga frá pöntun á 30 rúmum ásamt fylgihlutum.  Innkaup á öðrum búnaði eru í góðum farvegi.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Vísitöluhækkun á leigugreiðslum. 2011-12-0009.

Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni Birkir Helgasyni frá Verkís dags. 12. júní 2015 er varðar vísitölu leigugreiðslna skv. samningi við Velferðarráðuneytið.  Þar kemur fram:

Hjúkrunarheimilisnefnd lagði til við bæjarstjórn 10. október 2011 að skrifað væri undir samning.  Bæjarstjórn samþykkti undirritun 20. október 2011.  Skrifað var undir samning 10. nóvember 2011. 

Leigugreiðslur  skv. samningi eru 2.630 kr/ferm/mán

Greiðsluhluti ríkisins er 85%

Því eru leigugreiðslur ríkisins 2.236 kr/ferm/mán.

Grunnflötur hússins er skv. samningi 2.250 ferm.  Leigugreiðslur eru því 5.029.875 kr/mán eða 60.360.000 kr/ár.

Vísitala neysluverðs í nóvember 2011 var 384,6 stig.

Vísitala neysluverðs í maí 2015 er 428,3 stig.

Vísitöluhækkun á byggingartíma er því 11,36% sem nemur 571.517 kr/mán eða 6.858.207 kr/ár.

Það er ljóst að nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og bæjaryfirvöld hafa um langan tíma reynt að fá leiðréttingu á vísitöluviðmiði leiguverðs nýs hjúkrunarheimilis í framhaldi af samningi Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytisins frá nóvember 2011.

Nefndin leggur áherslu á að áfram verði unnið í málinu og ná fram sanngjarnri leiðréttingu á leiguverði, þar sem ljóst er að forsendur samningsins frá 2011 hafa breyst verulega, m.a. vegna tafa af völdum ráðuneytisins við upphaf verksins og íþyngjandi breytingar á byggingarreglugerð frá árinu 2012.

Nendin felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við Velferðarráðuneytið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:25.

 

Sigurður Pétursson, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson                                            

Kristín Hálfdánsdóttir.          

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri                                             

Jóhann Birkir Helgason

Ágúst Gíslason                                             

Er hægt að bæta efnið á síðunni?