Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 45. fundur - 15. maí 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Framvinduskýrsla fyrir maí 2015. 2011-12-0009.

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir maí 2015.  Skv. framvinduskýrslu er verkið tvær vikur á eftir áætlun.  Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 15. júní 2015.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 307.457.181,- , samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 213.167.229,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 68,77% af samningsupphæð.

Áætlaður lokakostnaður er 285 millj. sem skýrist af því að búið er að falla frá uppsetningu loftræsikerfis.

Jóhann Birkir fór yfir stöðu mála á framkvæmdum við frágang innanhúss.

Lagt fram til kynningar.

 

2.      Búnaðarkaup 2011-12-0009.

Rætt um búnaðarkaup á hjúkrunarheimilið Eyri.

Ákveðið að kaupa rúm og náttborð í öll 30 rýmin.  Jóhanni falið að senda nefndarmönnum áætlaðan kostnað á öðrum búnaði í heimilið.

 

3.      Leigugreiðslur 2011-12-0009.

Rætt um verðbætur á leigugreiðslur.  Skv samningi byrjar samningurinn ekki að verðbætast fyrr en húsið er tekið út af Framkvæmdasýslu ríkisins. En ekki frá undirskrift samnings.  Gísla Halldóri bæjarstjóra falið að vinna í málinu.

 

4.      Vettvangsferð með arkitektum

VA-arkitektar komu í heimsókn til Ísafjarðar, byggingarnefndin fór í vettvangsferð um Eyri með þeim.  Rætt við Indro Indriða Candi eftir ferðina og menn á heildina litið ánægðir með hvernig til hefur tekist.  Gert er ráð fyrir að Indro komi aftur í lokaúttekt 15. júní.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:05.

 

Sigurður Pétursson, formaður.

Gunnhildur Elíasdóttir                                             

Kristín Hálfdánsdóttir                  

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri                                                       

Jóhann Birkir Helgason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?