Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 44. fundur - 22. apríl 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Fundargerð síðasta fundar nefndarinnar.

Fundargerðin og samþykkt.

 

2.      Framvinduskýrsla fyrir mars 2015. 2011-12-0009.

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir mars 2015.  Skv. framvinduskýrslu er verkið á áætlun.  Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 31. maí 2015.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 307.457.181,- , samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 175.117.815,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 56,49 % af samningsupphæð.

Áætlaður lokakostnaður er 285 millj. sem skýrist af því að búið er að falla frá uppsetningu loftræsikerfis.

Jóhann Birkir fór yfir stöðu mála á framkvæmdum við frágang innanhúss.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Fundir með Velferðarráðuneytinu. 2011-12-0009.

Lögð fram fundargerð frá 18. mars 2015 vegna fundar Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og Sigurðar Péturssonar, form. hjúkrunarheimilisnefndar með Sturlaugi Tómassyni og Bryndísi Þorvaldsdóttur frá velferðarráðuneytinu er varðar rekstur hjúkrunarheimilisins og búnaðarkaup á heimilið.  Óskað var eftir að gert væri mat á ástandi eldri búnaðar á Öldunardeild HSVest.

Jafnframt skýrði Gísli Halldór frá fundi sem hann, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttur áttu með Sjúkratryggingum Íslands vegna rekstrarsamnings hjúkrunarheimilisins Eyrar.

Gísli Halldór og Sigurður skýrðu frá fundinum.

 

4.      Fundir með Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 2011-12-0009

Fundur var haldinn á HsVest 21. apríl sl. kl. 13:00 með fulltrúum HsVest og fulltrúum Ísafjarðarbæjar.  Rætt var um búnaðarkaup og rekstur hjúkrunarheimilisins.  Fundarmenn sammála því að kaupa þarf nýjan búnað í öll rýmin.

Nefndin er sammála því sjónarmiði HsVest að ekki sé boðlegt að nýta gamla búnaðinn sem nú er á öldrunardeild HsVest á nýju hjúkrunarheimili. Nauðsynlegt er að allur búnaður fyrir  hjúkrunarrýmin 30 á Eyri verði að fullu fjármagnaður sem nýr.

Nefndin lýsir áhyggjum sínum að ekki sé hafin vinna við breytingar á HsVest vegna tengigangsins og hvetur ráðuneytið að tryggja að fjármagn fáist í breytingarnar.

Nefndin felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við Velferðarráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:05.

Sigurður Pétursson, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson.                                           

Kristín Hálfdánsdóttir           .          

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri   

Jóhann Birkir Helgason                                      

Er hægt að bæta efnið á síðunni?