Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 37. fundur - 20. ágúst 2014

Þetta var gert:          

 

1.      Erindisbréf nefndarinnar. 2012-11-0034.

Formaður fór yfir erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimils á Ísafirði.

Sviðsstjóra falið að lagfæra erindisbréfið í samræmi við umræður á fundinum.

 

2.      Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Lagðar fram framvinduskýrslur fyrir maí, júní og júlí  2014.  Skv. framvinduskýrslum er verkið nú um 4 vikum á eftir áætlun.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 464.112.073,-, samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 416.169.937,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 89,7 % af samningsupphæð.

Samþykkt að breyta loftræsikerfi að tillögu byggingarstjóra og hönnuða VSÓ-Ráðgjöf.

Byggingarstjóri fór yfir stöðu mála og kynnti framkvæmdirnar.

 

3.      Næstu skref. 2011-12-0009.

Rætt um fjármögnun framkvæmdanna og stöðu hönnunar lóðar.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála um fjármögnun og sviðsstjóri yfir stöðu  hönnunar og útboðs  lóðar.

 

4.      Viljayfirlýsing milli Heilbrigðisstofnunar og Ísafjarðarbæjar. 2013-04-0026.

Nefndin ræddi um rekstur hjúkrunarheimilsins og fól bæjarstjóra ræða við heilbrigðisráðuneytið um samning um reksturinn.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   17:07.

 

Sigurður Pétursson formaður.

Kristín Hálfdánsdóttir,                                                        

Magnús Reynir Guðmundsson

Arna Lára Jónsdóttir,                                                                       

Gunnhildur Elíasdóttir

Ágúst Gíslason.                                                                    

Gísli Halldór Halldórsson

Grétar Þórðarson                                                                  

Halldór Hermannsson,          

Jóhann Birkir Helgason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?