Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 35. fundur - 5. mars 2014

Þetta var gert:          

 

1.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  frágangur innanhúss. 2011-12-0009.

Lagt fram bréf Jóhann Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dags. 3. mars 2014 er varðar tilboð í verkið „Hjúkrunarheimilið Eyri – frágangur innanhúss“ sem opnuð voru í fundarsal bæjarstjórnar þriðjudaginn 25. febrúar 2014.

Eftirfarandi tilboð bárust. 

 

Geirnaglinn ehf                                   376.273.457 kr.

ÍAV hf.                                               356.444.611 kr.

GÓK húsasmíði ehf.                          328.611.150 kr.

Jón F. Gíslason                                   321.981.899 kr.

Vestfirskir verktakar                           307.457.181 kr.

 

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 310.980.450 kr

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Vestfirska verktaka á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

2.      Viðauki við samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ dags. 10. nóvember 2011. 2008-06-0016.

Lagður fram viðauki við samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ dags. 10. nóvember 2011.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur og að bæjarstjóra verði veitt heimild til að bjóða út fjármögnun byggingarinnar.

 

3.      Útboðsgögn vegna lóðar. 2011-12-0009.

Lagðar fram teikningar af lóðarhönnun unnum af Teiknistofunni Eik, Ísafirði. 

Nefndin felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkið með tilliti til þeirra breytinga sem fram komu á fundinum.

 

4.      Framvinduskýrslur. 2011-12-0009.

Lagðar fram framvinduskýrslur fyrir janúar og febrúar 2014.  Skv. framvinduskýrslum er verkið nú um 4-6 vikum á undan áætlun.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 464.112.073,-, samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 172.878.857,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 37,35 % af samningsupphæð.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   12:25.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Sigurður Pétursson.

Ágúst Gíslason.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason.

Daníel Jakobsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?