Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 33. fundur - 11. desember 2013

Þetta var gert:          

 

1.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  lóð, staða hönnunar. 2011-12-0009.

Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hjá Teiknistofunni Eik mætti til fundar og kynnti lóðarhönnun.

Nefndin þakkar fyrr kynninguna, gerðar voru nokkrar breytingar.  Erlu falið að gera breytingar í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu.

 

2.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  útboðsgögn fyrir frágang innanhúss. 2011-12-0009

Ágúst Gíslason kynnti stöðu mála á útboðsgögnum vegna frágangs innanhúss.

Gert er ráð fyrir að auglýsa útboðið 9. janúar nk. og opnun verði 18. febrúar 2014.  Verkinu skal verða lokið 1. júní 2015

Nefndin samþykkir að fella út úr útboðsgögnum liðina, hreinlætis- og heimilistæki ásamt innihurðum, fellihurðaveggjum og öðrum viðarinnréttingum.  Byggingarstjóra falið vinna að gerð útboðsgagna fyrir ofangreinda verkþætti.

Jafnframt samþykkir nefndin að lóðarframkvæmdin verði boðin út sérstaklega.

 

3.      Minnisblað byggingarstjóra. 2011-12-0009.

Lagt fram minnisblað byggingarstjóra dags. 11.12.13 er varðar verkfund með verktaka ásamt verkstöðu verksins.  Verkið er á áætlun, utan sökkla í tengibyggingu, sem eru lítillega á eftir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   12:45.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Sigurður Pétursson.

Ágúst Gíslason.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?