Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 32. fundur - 25. október 2013

Þetta var gert:          

 

1.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  útboðsgögn, frágangur innanhúss. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri kynnti stöðu mála við vinnu útboðsgagna, gögnin eru því sem næst tilbúin til útboðs, beðið er eftir kostnaðaráætlunum.

Sigurður Björgúlfsson og Steinunn kynntu teikningar af innanhússfrágangi. Nefndin gerði nokkrar minniháttar breytingar og lýsti yfir ánægju sinni með vel unnin störf arkitektanna.

 

Jóhann Birkir afhenti  framvinduskýrslu dags. í október 2013.  Fram kemur að búið sé að steypa upp sökkla fyrir íbúðareiningar, leggja frárennslislagnir í eina einingu.  Verkið er um eina viku á eftir áætlun en ef veður helst gott á næstu dögum þá mun verktaki vinna það hratt upp.

 

2.      Fundur með stjórnendum Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 2011-12-0009.

Nefndin mætti til fundar í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Torfnesi kl. 13:00.

Fyrir hönd heilbrigðisstofnunar eru mætt Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri, Sigrún Camilla Halldórsdóttir, fjármálastjóri, Sigurveig Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari, Hörður Högnason, hjúkrunarfræðingur og Signý Þöll Kristinsdóttir, iðjuþjálfi.  Jafnframt var mættur Hallvarður Aspelund frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Sigurður og Steinunn kynntu fyrirliggjandi teikningar.  Fram komu nokkrar ábendingar sem nefndin mun taka tillit til.

Rætt var um breytingar á neðstu hæð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða vegna væntanlegrar tengibyggingar við Eyri, framkvæmdastjóri mun láta vinna teikningar og fylgja þeim eftir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   15:00.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Sigurður Pétursson.

Ágúst Gíslason.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason.

Daníel Jakobsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?