Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 27. fundur - 22. maí 2013

Þetta var gert:          

 

1.        Staða hönnunar og útboðsmála. 2011-12-0009.

Byggingarnefndarteikningar hafa verið afhentar byggingarfulltrúa.

Gert er ráð fyrir að útboðsgögn vegna uppsteypu og frágangs utanhúss verði tilbúin 3. júní.  Gert er ráð fyrir að opnun tilboða í uppsteypu og frágang utanhúss verði í lok júní eða í byrjun júlí.

Lagt fram til kynningar.

 

2.        Staða samninga við byggingarstjóra. 2013-01-0055.

Formaður kynnti stöðu mála, nefndin telur rétt að falla frá áformum um ráðningu byggingarstjóra og felur sviðsstjóra að leita samninga um eftirlitsmann í samræmi við umræður á fundinum og leggi málið sem fyrst fyrir nefndina.

 

3.        Útboðsgögn vegna jarðvinnu á Torfnesi. 2011-12-0009.

Gerð útboðsgagna vegna jarðvinnu hafa verið afhent Ísafjarðarbæ og afhent verktökum.  Opnun tilboða verða mánudaginn 27. maí kl. 11:00.  Skiladagur er 1. júlí 2013

Á 17. fundi nefndarinnar var samþykkt að gera samning við Verkís um verkefnisstjórnun og eftirlit á byggingartíma.

Nefndin felur sviðsstjóra og formanni að ræða við Verkís um samning varðandi eftirlit á framkvæmdatíma.

 

4.        Samningur / viljayfirlýsing við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar. 2013-04-0026.

Bæjarstjóri upplýsti að viðræður við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru í gangi.

 

5.        Samningur við velferðarráðuneytið. 2011-12-0009.

Rætt um mögulega endurskoðun á samningi við velferðarráðuneytið.

 

6.      Samráð við þjónustuhóp aldraðra og félag aldraðra í Ísafjarðarbæ. 2011-12-0009.

Nefndin óskar eftir að sviðsstjóri sendi bréf til þjónustuhóps félaga eldri borgara í Ísafjarðarbæ og kynni verkstöðu hjúkrunarheimilisins og að það standi til að boða til fundar með þeim á haustmánuðum.

 

7.      Önnur mál. 2011-12-0009.

a)      Lögð fram verklokaskýrsla frá Verkís vegna verksins „undirbúningur lóðar“.

Nefndin þakkar fyrir ítarlega skýrslu.

b)     Varaafl í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Rætt um hvort hjúkrunarheimilið Eyri eigi að vera tengt við varaafl Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.  Við fyrstu sýn er ekki talin þörf á varaafli en bæjarstjóra falið að skoða málið enn frekar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   14:25.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson                                                                           

Svanlaug Guðnadóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson                                                        

Elías Oddsson

Kristín Hálfdánsdóttir                                                                     

Daníel Jakobsson.

Jóhann Birkir Helgason.                                                       

Er hægt að bæta efnið á síðunni?