Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 26. fundur - 4. apríl 2013

Þetta var gert:          

 

1.        Teikningar af hjúkrunarheimilinu Eyri. 2011-12-0009.

Lagðar fram frumteikningar af hjúkrunarheimilinu Eyri frá VA arkitektum, ódagsettar. 

Lagt fram til kynningar.

 

2.        Verkstaða hönnunar og framkvæmda, tímarammi framkvæmda og hönnunar. 2011-12-0009.

Gert er ráð fyrir að byggingarnefndarteikningar verði lagðar inn til byggingarfulltrúa á næstu dögum.

Byggingarleyfi gefið út í maí 2013.

Aðalteikningar, vegna uppsteypu og frágangs utanhúss ásamt útboðsgögnum 1. júní 2013.

Tilboð opnuð 25. júní 2013.

Sérteikningar, frágangur innanhúss ásamt útboðsgögnum 1. október 2013.

Tilboð opnuð í frágang innanhúss 29. október 2013.

Verklok á haustmánuðum 2014.

Bæjarstjóri upplýsti nefndarmenn um rekstaráætlun fasteignar hjúkrunarheimilisins og viðræður við Velferðarráðuneytið um endurskoðun á samningi vegna vísitöluhækkunar.

Nefndin óskar eftir því að Heilbigðisstofnun Vestfjarða hefji hönnunarvinnu á tengingu við hjúkrunarheimilið í samráði við hönnuði hjúkrunarheimisins.

 

3.        Samningar við Verkís um eftirlit o.fl. 2011-12-0009.

Á 17. fundi nefndarinnar var samþykkt að gera samning við Verkís um verkefnisstjórnun og eftirlit á byggingartíma.

Nefndin felur sviðsstjóra og formanni að ræða við Verkís um samning varðandi eftirlit á framkvæmdatíma.

 

4.        Samningur við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar. 2013-04-0026.

Erindinu frestað.

 

5.        Umsóknir um starf byggingarstjóra og úrvinnsla umsókna. 2013-01-0055.

Teknar fyrir umsóknir um starf byggingarstjóra.  Alls sóttu 22 aðilar um starfið.

Eftir ráðgjöf frá Capacent ætlar nefndin að ræða við 5 hæfustu umsækjendurna um starfið.

 

6.      Önnur mál. 2011-12-0009.

Rætt um lóðarhönnun hjúkrunarheimilisins Eyrar.

Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við Teiknistofuna Eik um hönnun lóðarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   15:50.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson                                                                           

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Daníel Jakobsson.                                                                            

Jóhann Birkir Helgason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?