Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 23. fundur - 19. desember 2012

Þetta var gert:          

 

1.        Staða hönnunar. 2011-12-0009.

Formaður kynnti fundarmönnum stöðu verkefnisins.  Rætt um samskipti milli Velferðarráðuneytisins og tæknideildar Ísafjarðarbæjar.

Nefndin felur sviðstjóra að ræða við hönnuði um breytingu á teikningum m.t.t. ábendinga Velferðarráðuneytisins og umræður á fundinum.

 

2.        Staða framkvæmda við undirbúning lóðar.  2011-12-0009.

Sviðstjóri kynnti stöðu mála, verkstaða er kr. 23,8 millj. þar af aukaverk kr. 4,7 millj.  Aukaverk eru vegna þess að lagnir voru ekki á þeim stað sem áætlun gerði ráð fyrir.  Þá var útrásarbrunnur mun dýpri en áætlun gerði ráð fyrir.

Áætlun verkkaupa er kr. 32,5 millj.

Jafnframt rætt um byggingarstjóra vegna verkefnisins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   15:00.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Svanlaug Guðnadórrir.                                                         

Sigurður Pétursson.

Daníel Jakobsson.                                                                

Jóhann Birkir Helgason.

           

Er hægt að bæta efnið á síðunni?