Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 21. fundur - 19. september 2012

Þetta var gert:          

 

1.        Erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2010-07-0042.

Tekið fyrir erindisbréf  nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.  Nefndin telur tímabært að endurskoða erindisbréfið með tilliti til framgangs verkefnisins og hlutverks nefndarinnar skv. erindisbréfinu.  Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að hún ákveði hvort nefndin eigi að fjalla um rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimilisins og leggi til breytingar á erindisbréfinu með tilliti til þess.  Jafnframt að gerðar verði breytingar á erindisbréfinu vegna breytinga á skipuriti Ísafjarðarbæjar.

 

2.        Samskipti við ráðuneyti og Fasteignir ríkissjóðs. 2011-12-0009.

Eiríkur Finnur gerði nefndinni grein fyrir samskiptunum við ráðuneyti og Fasteignir ríkissjóðs og lögð var fram umsögn um 1. verðlaunatillögu m.t.t. viðmiða velferðarráðuneytisins dags. 2. júlí 2012, undirrituð af Gíslínu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Fasteigna ríkissjóðs. 

 

3.         Hönnun mannvirkisins. 2011-09-0012.

Lagður fram tölvupóstur dags. 19. september 2012 frá VA arkitektum, ásamt nokkrum   teikningum þar sem sýnd er og útskýrð endurskoðuð tillaga að hjúkrunarheimilinu Eyri.

Nefndin felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðuneyti, Fasteignum ríkissjóðs, Jes Einari Þorsteinssyni og VA arkitektum til þess að komast að niðurstöðu um endanlega hönnun heimilisins og tengingu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

 

4.         Staða framkvæmda á lóð. 2011-12-0009.

Framkvæmdir við fergjun lóðarinnar eru á lokastigi en verkið hefur tafist þar sem meira var af lögnum í lóðinni en upplýsingar lágu fyrir um.  Nefndin óskar eftir upplýsingum hjá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs  um heildarkostnað við lóðaframkvæmdir.

 

5.    Fjármögnun framkvæmda. 2011-12-0009.

       Lagðar fram upplýsingar frá bæjarstjóra um mögulega fjármögnun framkvæmda. 

 

6.    Tímasetningar á hönnun, útboði og framkvæmdum. 2011-12-0009.

       Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs óskar eftir fresti til að skila nefndinni upplýsingum       um tímasetningar á hönnun, útboði og framkvæmdum.

 

7.    Bréf frá bæjarstjóra til Heilbrigðisstofnunar. 2011-12-0009.

       Lagt fram til kynningar bréf frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar til Heilbrigðisstofnunar þar        sem tilkynnt er að gerður hafi verið samningur um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis         og að gert sé ráð fyrir miklu samstarfi við Heilbrigðisstofnun um rekstur heimilisins.

 

8.    Önnur mál. 2011-12-0009.

            A         Nefndin felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við ráðuneytið um breytingar á byggingasamningnum vegna breytinga á reglugerð sem leiða til aukins kostnaðar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  18:15

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                              

Svanlaug Guðnadóttir.          

Magnús Reynir Pétursson.                                                   

Elías Oddsson.

Margrét Geirsdóttir.  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?