Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 20. fundur - 4. júlí 2012

Þetta var gert:          

 

1.        Viðræður við fulltrúa í þjónustuhópi aldraðra. 2011-12-0009.

Rætt um stefnu hjúkrunarheimilisins Eyrar og hvernig dagvist komi til með að samrýmast rekstri þess m.t.t. einkalífs og einkarýmis íbúa.  Á grundvelli stefnunnar og þess hvernig hjúkrunarheimilið er hannað er það álit aðila, eftir umræður, að kostir samnýtingar vegi þyngra en gallar.  Byggingin grundvallast á þremur svæðum, sem eru einkarými, sameiginlegt rými hverrar einingar og í þriðja lagi rými sem er sameiginlegt með öllum.  Rætt um kosti þess og galla að færa dagvist frá Hlíf. 

Nefndin felur Svanlaugu Guðnadóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fara yfir hugmyndafræði hjúkrunarheimilisins í samræmi við umræður á fundinum. 

Rannveig og Guðmundur véku af fundi eftir umræður um þennan lið.

 

2.        Aðkoma Framkvæmdasýslunnar og ráðuneytis að verkefninu og samvinna um það. 2011-12-0009.

Jóhann Birkir Helgason gerði grein fyrir viðræðum við ráðuneytið um   hjúkrunarheimilið.  Þegar formlegt erindi frá ráðuneytinu hefur borist mun nefndin gera grein fyrir afstöðu sinni til atriða sem rædd voru á fundinum.

 

3.    Staða hönnunarvinnu. 2011-12-0009.

Eiríkur Finnur Greipsson gerði grein fyrir fundi með Jes Einari Þorsteinssyni, en hann er       arkitekt Heilbrigðisstofnunar.   

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:13. 

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                              

Svanlaug Guðnadóttir.                                 

Jóhann Birkir Helgason.                                                       

Margrét Geirsdóttir.  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?