Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 2. fundur - 12. janúar 2011

Mætt voru: Eiríkur Finnur Greipsson, formaður og Svanlaug Guðnadóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson mætti í forföllum Sigurðar Péturssonar.  Jafnframt mættu Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ásamt Jóhanni Birki Helgasyni og Margréti Geirsdóttur, sviðsstjórum hjá Ísafjarðarbæ.

Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.         Fjallað um byggingu hjúkrunarheimilis.

Rætt um þörf fyrir ný hjúkrunarrými í Ísafjarðarbæ, mögulegan kostnað við byggingu og leigukjör, skipulag hjúkrunarheimila, rekstur þeirra og aðkomu hins opinbera.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði mun nú þegar hefja  vinnu við forhönnun á þrjátíu rýma hjúkrunarheimili í samvinnu við fagsvið Ísafjarðarbæjar.   

Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gengið verði til samninga við  velferðarráðherra um byggingu  þrjátíu rýma hjúkrunarheimilis, sem staðsett yrði á Torfnesi í tengslum við Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði.

 

 

2.         Önnur mál

Nefndin mun funda næst miðvikudaginn 19. janúar 2011,  kl. 12:00.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   13:10.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.                                                           

Magnús Reynir Guðmundsson.

Jóhann Birkir Helgason.                                                         

Margrét Geirsdóttir.

Daníel  Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?