Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 17. fundur - 11. maí 2012

Þetta var gert:          

 

1.      Rekstraráætlun fyrir hjúkrunarheimilið. 2011-12-0009.

Valur Hreggviðsson og Guðmundur Ámundason, starfsmenn Verkís, kynntu fundarmönnum rekstraráætlun fyrir hjúkrunarheimilið. 

 

2.      Verkáætlun. 2011-12-0009.

Valur Hreggviðsson og Guðmundur Ámundason, starfsmenn Verkís, kynntu drög að verkáætlun fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins.  Nefndin felur starfsmönnum Verkís að undirbúa útboðsgögn fyrir verkfræðihönnun á hjúkrunarheimilinu. 

Jóhanni Birki Helgasyni falið að gera samning við Verkís um verkefnisstjórnun og eftirlit á byggingartíma sem lagður verði fyrir nefndina.

             

3.      Viðræður við þjónustuhóp aldraðra og fulltrúa frá félögum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0016.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði felur starfsmanni að óska eftir fundi með þjónustuhópi aldraðra og fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ísafjarðarbæ þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:00. 

 

4.      Samningaviðræður við vinningshafa verðlaunatillögu. 2011-12-0009.

 Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði felur Jóhanni Birki Helgasyni að hefja undirbúning að gerð samnings um arkitektahönnun hjúkrunarheimilisins. 

 

5.        Önnur mál. 2008-06-0016.

A.        Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði þakkar starfsmönnum Ísafjarðarbæjar og Verkís fyrir mjög góða samvinnu í undirbúningsferlinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   12:00

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                              

Svanlaug Guðnadóttir.          

Daníel Jakobsson.                                                                  

Jóhann Birkir Helgason.      

Valur Hreggviðsson.                                                            

Guðmundur Ámundason.

Margrét Geirsdóttir.                       

Er hægt að bæta efnið á síðunni?