Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 11. fundur - 11. janúar 2012

Mætt voru: Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir.  Eiríkur Finnur Greipsson, formaður, boðaði forföll. 
Jafnframt mættu Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Jóhann Birkir Helgason og Margrét Geirsdóttir, sviðsstjórar hjá Ísafjarðarbæ.  Gestir fundarins voru Valur Hreggviðsson og Árni Traustason frá Verkís og Anna Birna Jensdóttir frá hjúkrunarheimilinu Sóltúni.  Einnig mættu fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, þau Hörður Högnason, Rannveig Björnsdóttir og Auður Ólafsdóttir.
Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.
 
Þetta var gert:

1.    Þarfagreining
Rætt um þarfagreiningu, útgáfu C, og álit á þarfagreiningu verkefnisins hjúkrunarheimili í Ísafjarðarbæ frá Önnu Birnu Jensdóttur.  Fulltrúum frá Verkís falið að gera breytingar á þarfagreiningunni í ljósi umræðna á fundinum.
Gestir fundarins frá Heilbrigðisstofnun og Anna Birna Jensdóttir véku af fundi að lokinni umræðu um þennan lið.

2.    Önnur mál
A.    Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis felur bæjarstjóra, að hefja viðræður við framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, um rekstur hjúkrunarheimilisins og tengingu þess við sjúkrahúsið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   19:25

Sigurður Pétursson

Svanlaug Guðnadóttir
Daníel Jakobsson

Jóhann Birkir Helgason
Margrét Geirsdóttir

Rannveig Björnsdóttir               
Auður Ólafsdóttir

Hörður Högnason
Árni Traustason

Valur Hreggviðsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?