Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 10. fundur - 14. desember 2011

Þetta var gert:

 

1.         Deiliskipulag. 2011-04-0042.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Ísafjarðarbæjar, Jóhann Birkir Helgason, kynnti stöðu mála í deiliskipulagsvinnu. Gert er ráð fyrir að tillaga að deiliskipulagi verði tekin fyrir í umhverfisnefnd í lok desember 2011.   

 

2.         Þarfagreining. 2008-06-0016.

Hörður Högnason, Rannveig Björnsdóttir og Auður Ólafsdóttir, starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mætt til fundar við nefndina til þess að fara yfir þarfagreininguna.  

Viðstaddir eru sammála um og leggja áherslu á að í nýju hjúkrunarheimili sé gert ráð fyrir plássum fyrir heilabilaða.  Jafnframt er lögð áhersla á að dagvistun rúmist innan hjúkrunarheimilisins. 

Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, hjúkrunarheimilis mun hitta nefndina fljótlega til þess koma með ábendingar og athugasemdir varðandi þarfagreininguna, ef einhverjar eru.

Fulltrúar Heilbrigðisstofnunar véku af fundi eftir umfjöllun um þennan lið.

 

 3.        Forval . 2008-06-0016.

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Jóhann Birkir Helgason, kynnti stöðu mála varðandi forval.  Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis hefur ákveðið að í dómnefnd verði fimm aðilar.  Þrír tilnefndir af nefndinni en tveir af Arkitektafélaginu. Í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis eru þrír aðilar og munu þeir taka sæti í dómnefndinni.  Arkitektafélagið mun auglýsa eftir aðilum í dómnefndina af sinni hálfu. Dómnefndinni verði skipaður ritari en að auki verði trúnaðarmaður frá Arkitektafélaginu. 

Ritari dómnefndar verður Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Nefndin samþykkir að greiðslur til bjóðenda við að útfæra verkið verði kr. 750.000,-.

Nefndin leggur áherslu á að auglýsing vegna forvals verði birt milli jóla og nýárs.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  18:30.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                                

Svanlaug Guðnadóttir.

Daníel Jakobsson.                                                                  

Jóhann Birkir Helgason.

Margrét Geirsdóttir.                                                                 

Rannveig Björnsdóttir.

Auður Ólafsdóttir.                                                                 

Hörður Högnason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?