Menningarmálanefnd - 146. fundur - 29. apríl 2008

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.


 Rætt um framkvæmdir í Tjöruhúsi í Neðstakaupstað, sem staðið hafa yfir nú upp á síðkastið og er lokið.  Jafnframt var rætt um rekstur á Tjöruhúsinu á komandi sumri og útleigu þess almennt.


 Menningarmálanefnd samþykkir að fara í viðræður við Ragnheiði Halldórsdóttur, Ísafirði, sem verið hefur rekstraraðili Tjöruhúss undanfarin ár, um rekstur á komandi sumri.


 Menningarmálanefnd samþykkir jafnframt, að í haust verði rekstur Tjöruhúss boðinn út til rekstraraðila í Ísafjarðarbæ.


 Menningarmálanefnd samþykkir að ræða við Þorstein Traustason, um að hann taki að sér húsvörslu á Tjöruhúsi á árs grundvelli.


 


2. Bréf Joensuun kaupunki. - Nordisk elevträff 2008.  2008-02-0036.


 Lagt fram bréf frá Joensuun dagsett 24. janúar s.l., vinabæ Ísafjarðarbæjar í Finnlandi.  Í bréfinu kemur fram, að Nordisk elevtraff verður haldið í Joensuun nú í ár og verður dagana 30. ágúst til 5. september n.k.  Óskað er eftir staðfestingu á þátttöku og upplýsingum um tengilið.


 Menningarmálanefnd samþykkir að taka þátt í vinabæjarmótinu í Joensuun 30. ágúst til 5. september n.k. og leitað verði til Árna Ívarssonar, kennara, um að hann taki að sér fararstjórn.  3. Bréf Jóhannesar B. Eðvarðssonar. - Ljósmyndasýning.  2008-02-0089.


 Lagt fram bréf frá Jóhannesi B. Eðvarðssyni, Álafossvegi 31, 270 Mosfellsbæ, dagsett 12. janúar s.l., er varðar ljósmyndasýningu á ljósmyndasafni afa hans, Sigurgeirs Bjarna Halldórssonar.  Bréfið er sent til endurnýjunar á styrkumsókn vegna sýningarinnar, umsóknar sem dagsett er 14. ágúst 2007.


 Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000.-. 4. Styrkumsókn á árinu 2008.    2008-02-0095. 


 Lagt fram bréf frá Sunnukórnum á Ísafirði dagsett 18. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd, til hefðbundinnar starfsemi Sunnukórsins 2008-2009.  Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 250.000.-.


 Lagt fram bréf Gospelkórs Vestfjarða dagsett 15. apríl s.l., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 150.000.-.


 Lagt fram bréf frá aðstandendum Í einni sæng ehf., móttekið 22. apríl s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar sjónvarpsmyndar.


 


 Lagt fram bréf frá stjórn Dýrafjarðardaga á Þingeyri dagsett 26. mars s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, að upphæð kr. 800.000.-, vegna ,,Dýrafjarðardaga?, er haldnir verða á Þingeyri 4. - 6. júlí n.k.  Hátíðin hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2002.


 Lagt fram bréf frá Tinnu Þorsteinsdóttur, listrænum stjórnanda tónlistahátíðarinnar ,,Við Djúpið?, móttekið þann 4. apríl s.l.  Í bréfinu er greint frá að tónlistarhátíðin ,,Við Djúpið? verður í sjötta sinn haldin hér á Ísafirði dagana 17. - 23. júní n.k.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 350.000.-, til að halda hátíðina nú í ár.


 Menningarmálanefnd samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum um styrki nefndarinnar á þessu ári.  Ákveðið var að fresta afgreiðslu á innkomnum umsóknum, þar til veittur umsóknarfrestur verður liðinn.


 


5. Bréf frá Runavík í Færeyjum. - Listavika í Runavík.  2008-02-0008.


 Lagt fram bréf frá Runavík, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Færeyjum, dagsett þann 4. febrúar s.l.  Í bréfinu kemur fram að listavikan í Runavík í ár verður haldin dagana 19. - 26. október n.k.  Í bréfinu koma fram vonir um, að Ísafjarðarbær taki aftur þátt í listavikunni eins og á síðasta ári.  Á síðasta ári fór Þröstur Jóhannesson, Hlíðarvegi 36, Ísafirði, sem okkar fulltrúi á hátíðina og vakti mikla lukku, eins og fram kemur í  bréfi Runavíkur.


 Menningarmálanefnd samþykkir að kanna hugsanlega þátttöku einstaklinga og eða fyrirtækja í Ísafjarðarbæ í listavikunni í Runavík. 6. Bréf Hildar M. Jónsdóttur f.h. Fígúru ehf. - Brúðuleikhús.  2008-02-0010.


 Lagt fram bréf frá Hildi M. Jónsdóttur f.h. Figúru ehf. dagsett 4. febrúar s.l., þar sem kynntar eru brúðuleiksýningar, sem Bernd Ogrodnik býður upp á fyrir fjölskylduskemmtanir eða aðra viðburði innan sveitarfélaga.


 Lagt fram til kynningar. Formanni falið að leita frekari upplýsinga hjá bréfritara. 7. Bréf Veraldarvina. -  Sumarverkefni.  2008-02-0028.


 Lagt fram bréf frá Veraldarvinum dagsett 8. febrúar s.l., þar sem samtökin eru kynnt og hver sé tilgangur þeirra.  Fram kemur í bréfinu að samtökin hafa unnið að umhverfisverkefnum víðsvegar um Vestfirði undanfarin ár, en hafa nú áhuga á að koma einnig að menningartengdum verkefnum í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki og frjáls félagasamtök.


 Menningarmálanefnd vísar erindi Veraldarvina til umhverfissviðs til skoðunar.8. Bréf Nemendafélags MÍ. - Niðurfelling húsaleigu.  2008-02-0091.


 Lagt fram bréf Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði, er vísað var frá íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráði, til umsagnar menningarmálanefndar.  Í bréfinu óskar nemendafélagið eftir frjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi, vegna Sólrisuhátíðar MÍ, sem var 29. febrúar til 9. mars s.l.


 Menningarmálanefnd vill upplýsa, að undanfarin ár hafi nefndin styrkt Nemendafélag MÍ vegna Sólrisu vegna listrænna viðburða.  Hins vegar telur nefndin það ekki vera sína ákvörðun hvort veittur verði styrkur, til greiðslu húsaleigu fyrir afnot af íþróttahúsinu og Torfnesi.     9. Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Harmonikkusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar, Ísafirði.  2008-04-0067.


 Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 9. apríl s.l., er fjallar um vinnu safnsins við Harmonikkusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar, Ísafirði.  Fyrirhugað er að setja upp sýningu á hluta af safninu í Turnhúsinu, Neðstakaupstað, nú í sumar.  Á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008 var samþykkt fjárveiting til Harmonikkusanfs Ásgeirs, að upphæð kr. 2.000.000.- og í bréfinu er spurt um hvort ekki væri hægt, að leggja umrædda upphæð inn á reikning hjá Byggðasafninu, er sérstaklega væri eyrnamerktur Harmonikkusafninu.  Fjármagninu var ráðstafað í fjárhagsáætlun til menningarmálanefndar.


 Menningarmálanefnd mælir með að styrkurinn verði greiddug Byggðasafni og haft verði samráð við fjármálastjóra um greiðslu tilhögun.10. Ársskýrsla Bæjar- og hérðasbókasafn, Héraðsskjalasafns og  Ljósmundasafns Ísafjarðar. 2008-04-0123.


 Lögð fram ársskýrsla fyrir árið 2007 vegna Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar, unnin af Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni.


 Menningarmálanefnd þakkar fyrir ársskýrsluna.11. Bréf Marsibil G. Kristjánsdóttur. - Styrkbeiðni.  2008-04-0066.


 Lagt fram bréf frá Marsibil G. Kristjánsdóttur, Ísafirði, dagsett 15. apríl s.l., þar sem hún óskar eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna stofnkostnaðar við uppkomu bókbandsstofu á Ísafirði. 


 Menningarmálanefnd vísar erindi Marsibil til atvinnumálanefndar.


           


12. Tölvubréf Nanortalik Kommune.


 Lagt fram tölvubréf frá Frank Hendegaard Jörgensen í Nanortalik dagsett 21. apríl s.l., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær taki á móti bæjarstjóra Nanortalik og þremur öðrum gestum í ágúst n.k.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur þegar svarað erindinu jákvætt.


 Formanni menningarmálanefndar falið að undirbúa heimsóknina.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:25.

Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.  


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Þorleifur Pálsson, ritari.Er hægt að bæta efnið á síðunni?