Menningarmálanefnd - 145. fundur - 17. janúar 2008

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður. Anna Sigríður Ólafsdóttir boðaði forföll og varamaður hafði ekki tök á að mæta.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Stefnumótun menningarmálanefndar.


 Rætt um stöðu á vinnu menningarmálanefndar við stefnumótun vegna menningarmála.


 


2. Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar. - Styrkbeiðni vegna 60 ára afmælis. 2007-11-0081.


 Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar dagsett 27. nóvember 2007, þar sem greint er frá að félagið á 60 ára afmæli á árinu 2008.  Í bréfinu er óskað eftir aðstoð frá Ísafjarðarbæ, vegna afmælishátíðar, í formi framkvæmdastjórnunar á afmælisdagskrá.


 Menningarmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.3. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar. - Styrkumsókn.  2007-12-0018.


 Lagt fram bréf frá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar dagsett 5. desember 2007, þar sem greint er frá nýju verkefni í samstarfi Lúðrasveitar TÍ og KFÍ.  Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um styrk fyrir verkefnið til Menningarráðs Vestfjarða en því hafnað.  Óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna þessa verkefnis.


 Menningarmálanefnd telur rétt að erindinu sé vísað til Héraðssambands Vestfirðinga.4. Bréf nemenda í 3. bekk LHÍ. - Styrkbeiðni.  2007-12-0028.


 Lagt fram bréf frá nemendum 3. bekkjar LHÍ dagsett 7. desember s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 70.000.-, vegna námsferðar til Ísafjarðar þann 27. janúar til 1. febrúar n.k.  Í lok ferðarinnar er áætlað að sýna opinberlega á Ísafirði.


 Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.  5. Bréf Vestfjarða-akademíunnar. - Þökk fyrir styrkveitingu.  2007-11-0055.


 Lagt fram bréf frá Vestfjarða-akademíunni dagsett 7. janúar s.l., þar sem þakkað er fyrir styrk frá menningarmálanefnd vegna menningarhátíðarinnar ,,Vestfirsku skáldin?, sem haldin var í Holti í Önundarfirði þann 18. nóvember 2007.


 Lagt fram til kynningar.6. Bréf frá Nanortalik vinabæ Ísafjarðarbæjar á Grænlandi.  2007-11-0086.


 Lagt fram bréf Nanortalik kommune vinabæ Ísafjarðarbæjar á Grænlandi dagsett 28. nóvember 2007.  Í bréfinu er rætt um að skerpa á vinabæjarsamskiptum við Ísafjarðarbæ, greint frá nýjum vinabæ Nanortalik á Nýfundnalandi og væntanlegri sameiningu Nanortalik við sveitarfélögin Qaqortoq og Narsaq á Grænlandi.


 Menningarmálanefnd óskar eftir viðræðum við bæjarráð um vinabæjarsamskipti Ísafjarðarbæjar almennt.7. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Samningur um 17. júní.  2008-01-0053.


 Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 15. janúar s.l., þar sem bent er á að 5 ára samningur er gerður var við Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar um áramótin 2002-2003, um meðal annars vinnu við framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní, rann út á síðasta ári.  Óskað er eftir viðræðum um endurnýjun á þeim samningi.


 Erindinu frestað til næsta fundar menningarmálanefndar.8. Önnur mál.


 a.  Greint frá komu Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Ísafjarðarbæjar þann 23. janúar n.k.  Hljómsveitin mun verða með skólatónleika í Íþróttahúsinu á Torfnesi dagana 23. og 24. janúar n.k., þar sem öllum grunnskólanemendum sveitarfélagsins er boðið, sem og hluta leikskólabarna.  Að kvöldi 24. janúar n.k. mun hljómsveitin, ásamt Hátíðarkór TÍ, halda tónleika í Íþróttahúsinu á Torfnesi. 


 b.  Menningarmálanefnd óskar eftir fundi með atvinnumálanefnd, um aðkomu Ísafjarðarbæjar að hinum ýmsu hátíðum, sem haldnar eru í Ísafjarðarbæ.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:50.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir. 


Þorleifur Pálsson, ritari.Er hægt að bæta efnið á síðunni?