Menningarmálanefnd - 143. fundur - 15. nóvember 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2007.


 Í framhaldi af samþykkt menningarmálanefndar frá 16. október s.l., um tímasetningu á tendrun jólaljósa í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar er verða sem hér segir, á Ísafirði þann 1. desember n.k. kl. 16:00, á Suðureyri þann 2. desember n.k. kl. 16:00, á  Flateyri þann 8. desember n.k. kl. 16:00 og á Þingeyri  þann 9. desember n.k. kl. 16:00, var unnið að frekari skipulagning á hverjum stað fyrir sig.


 Nú þegar hefur verið rætt við flesta þá aðila er fá þarf til samstarfs við menningarmálanefnd. 



2. Vinna við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.


 Lagt fram vinnumódel fjárhagsáætlunar 2008 fyrir þá liði er snúa að menningarmálanefnd.


 Formanni falið að koma á framfæri þeim atriðum er menningarmálanefnd leggur áherslu á umfram venjubundna rekstrarliði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:30.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir. 


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Þorleifur Pálsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?