Menningarmálanefnd - 142. fundur - 16. október 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Veturnætur 25. - 28. október 2007. - Framkvæmdir og skipulagning.


 Undir þessum lið dagskrár er mættur Samúel Einarsson, rakari og tónlistarmaður, sem er í forsvari fyrir vinahópi Baldurs Geirmundssonar, en inn í dagskrá Veturnátta fellur hóf til heiðurs Baldri Geirmundssyni.


 Anna Sigríður Ólafsdóttir gerði menningarmálanefnd grein fyrir undirbúningi ,,Veturnátta?, framkvæmdum og skipulagningu.


 


2. Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2007.


 Rætt um tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ fyrir jólin 2007.  Menningarmálanefnd er sammála um að tendrun í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar verði sem hér segir. 


  Ísafirði þann 1. desember n.k.


  Suðureyri þann 2. desember n.k.


  Flateyri þann 8. desember n.k. 


  Þingeyri þann 9. desember n.k. 


 Farið verður í vinnu við undirbúning og rætt við þá aðila er fá þarf til samstarfs við menningarmálanefnd.  Stefnt að vinnufundi í næstu viku þar sem dagskrá verður mótuð frekar.3. Vinna við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.


 Lagt fram að nýju vinnuferli við gerð fjárhagsæaætlunar fyrir árið 2008. Skipulögð vinna hefst þegar vinnugögn (módel) hafa borist nefndinni.4. Ráðstefna um menningar- og fjölskylduhátiðir.


 Lögð fram kynning á ráðstefnu um menningar- og fjölskylduhátiðir, er haldin verður á Akranesi þann 18. október n.k.  Að ráðstefnunni stendur Akranesbær í samvinnu við Samb. ísl. sveitarf.


 Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:50.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir. 


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Þorleifur Pálsson, ritari.Er hægt að bæta efnið á síðunni?