Menningarmálanefnd - 141. fundur - 2. október 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.


Rætt um rekstur Tjöruhússins í Neðstakaupstað sumar sem vetur.  Til fundar við menningarmálanefnd er mættur Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.


Menningarmálanefnd samþykkir að fá Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnisstjóra á tæknideild og Jón Sigurpálsson, forstöðumann Byggðasafns Vestfjarða, til að taka út ástand Tjöruhúss með tilliti til veitingarekstrar og leggja fyrir menningarmálanefnd, ásamt tillögum um hugsanlegar endurbætur.



2. Bréf Runavíkur í Færeyjum, vinabæ Ísafjarðarbæjar. - Listavika.


 Lagt fram tölvubréf frá Runavík í Færeyjum, vinabæ Ísafjarðarbæjar, þar sem greint er frá listahátíð er þar verður haldin 28. október til 4. nóvember n.k.  Í bréfinu er verið að kanna hvort listamaður frá Ísafjarðarbæ hefði hug á að koma á hátíðina og taka þátt í listviðburðum.


 Menningarmálanefnd tekur jákvætt í boð Runavíkur og felur formanni að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.



3. Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2008.


 Lögð fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsæaætlunar fyrir árið 2008.  Samkvæmt bókun bæjarráðs er gert ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætlunina verði þann 13. desember n.k.


 Lagt fram til kynningar.



4. Umsóknir um styrki frá menningarmálanefnd.  2007-08-0037.


 Borist hafa tvær umsóknir um styrki frá menningarmálanefnd frá síðasta fundi nefndarinnar.  Umsókn frá Kvennakór Vestfirsku Valkyrjanna og umsókn frá Leik- félaginu Hallvarði Súganda.


 Lagt fram til kynningar, tekið til afgreiðslu síðar.



5. Bréf Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. - 17. júní.  2007-09-0105.


 Lagt fram bréf frá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar dagsett 24. september s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum um endurnýjun á samningi félagsins við Ísafjarðarbæ, er varðar 17. júní hátíðarhöld á Ísafirði.


 Lagt fram til kynningar á þessum fundi menningarmálanefndar.



6. Menningarráð Vestfjarða. - Kynningarbréf. 


 Lagt fram bréf frá Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða, þar sem hann kynnir Menningarráð Vestfjarða og starf þess fyrstu mánuði ráðsins.


 Lagt fram til kynningar.



7. Bréf frá Joensuu í Finnlandi og Linköping í Svíþjóð. - Þakkir fyrir  vinabæjarmótið 25.-31. ágúst s.l.   2006-10-0023.


 Lögð fram bréf frá Joensuu í Finnlandi og Linköping í Svíþjóð, þar sem þakkað er fyrir frábært vinabæjarmót í Ísafjarðarbæ (Núpi) dagana 25.-31. ágúst s.l.


 Menningarmálanefnd vill þakka Árna H. Ívarssyni, kennara og öllum þeim er komu að undirbúningi og umsjón vinabæjarmótsins, er haldið var á Núpi í Dýrafirði, fyrir vel skipulagt vinabæjarmót unglinga.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:15.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir. 


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Þorleifur Pálsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?