Menningarmálanefnd - 140. fundur - 18. september 2007

Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1.  Styrkumsóknir til menningarmálanefndar á árinu 2007.    2007-08-0037.


 Lagðar fram umsóknir er borist hafa um styrki menningarmálanefndar fyrir árið 2007.   Alls hafa borist umsóknir frá ellefu aðilum, einstaklingum og félaga- samtökum.


 Menningarmálanefnd hefur tekið ákvarðanir um styrkveitingar með tilvísun til innkominna umsókna og felur bæjarritara að tilkynna umsækjendum um niðurstöður nefndarinnar.2. Afrit af bréfi frá Roskilde Kommune til Fylkis Ágústssonar.


 Lagt fram tölvubréf frá Roskilde Kommune til Fylkis Ágústssonar dagsett þann 12. september s.l., þar sem fram kemur að ekki komi jólatré frá Roskilde til Ísafjarðarbæjar framvegis, þar sem vinabæjarsamskiptum hefur verið slitið.


 Lagt fram til kynningar.3. Tilboð frá Netspor. - Vinna við stefnumótun menningarmálanefndar.


 Lagður fram tölvupóstur er farið hefur á milli Inga Þórs Ágústssonar, formanns menningarmálanefndar og Sævars Kristinssonar hjá Netspor, um vinnu við stefnumótun fyrir menningarmálanefnd.


 Menningarmálanefnd felur Inga Þór Ágústssyni, formanni nefndarinnar, áframhaldandi viðræður við Sævar Kristinsson hjá Netspor.4. Bréf Kómedíuleikhússins. - Tjöruhúsið Neðstakaupstað.  2007-09-0059.


 Lagt fram bréf frá Kómedíuleikhúsinu, Elvari Loga Hannessyni, dagsett 14. september s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði fyrir æfingar og sýningar á jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir.  Óskað er eftir afnotum af húsinu frá 15. október n.k. til 10. janúar 2008.


 Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur formanni að ræða við bréfritara.5. Veturnætur. - Staða mála.


 Anna Sigríður Ólafsdóttir gerði grein fyrir undirbúningsvinnu og skipulagningu á viðburðinum ,,Veturnætur?, er haldinn verður í lok október n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:35.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir. 


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Þorleifur Pálsson, ritari.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?