Menningarmálanefnd - 138. fundur - 16. ágúst 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Áður en gengið var til hefðbundinnar dagskrár minntist formaður Hansínu Einarsdóttur sem starfaði í menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar. Hansína lést 11. ágúst sl. Menningarmálanefnd vottar Hansínu virðingu sína og þakklæti fyrir mjög gott samstarf. Nefndin sendir aðstandendum Hansínu samúðarkveðjur.1. Vinabæjarmót barna og ungmenna 25.-31. ágúst


Árni Heiðar Ívarsson mótsstjóri vinabæjarmótsins mætti á fund menningarmálanefndar til að ræða skipulag mótsins. Mótið verður haldið víða um Ísafjarðarbæ en bækistöðvar og gisting verður að Núpi í Dýrafirði. Þátttakendur eru á aldrinum 14 og 15 ára og koma frá vinabæjum Ísafjarðarbæjar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Fjöldi er áætlaður 50 börn og ungmenni að meðtöldum börnum og ungmennum frá Ísafjarðarbæ. Að auki verða 6 fullorðnir sem halda utan um hópinn.


Árni Heiðar kynnti fjölbreytta dagskrá fyrir menningarmálanefnd og fór yfir skipulagið og hvað vantar ennþá.


Menningarmálanefnd þakkar Árna Heiðari fyrir góðan undirbúning og góða kynningu.2. Spurningakeppni sjónvarpsins ? tillögur að þátttakendum


Lagt fram minnisblað bæjarritara dags. 25. júlí sl. ásamt tölvupósti Elísabetar Lindu Þórðardóttur dags. 4. júlí sl. þar sem hún f.h. sjónvarpsins óskar eftir tillögum frá Ísafjarðarbæ um fólk í þriggja manna lið frá Ísafjarðarbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til menningarmálanefndar á fundi bæjarráðs 30. júlí sl.


Sjónvarpið óskar eftir tillögum að fleiri en einum og mun velja af þeim lista. Ýmis nöfn voru rædd á fundi nefndarinnar.


Formanni og varaformanni falið að útbúa lista og senda í síðasta lagi 20. ágúst n.k.3. Rekstrarskýrsla jan-júní.


Lögð fram rekstrarskýrsla frá fjármálasviði fyrir tímabilið janúar ? júní. Formaður fór yfir stöðuna.


Menningarmálanefnd leggur áherslu á að framlög vegna samnings við Kómedíuleikhúsið séu færð sérstaklega en ekki á liði sem menningarmálanefnd hefur til ráðstöfunar og hefur gert ráð fyrir í stefnumótun fyrir árið 2007.4. Edinborgarhúsið ? ósk um rekstrarframlag.


Lagt fram bréf Edinborgarhússins menningarmiðstöðvar dags. 6. júlí sl. með beiðni um stuðning við starfsemina árið 2007.


Menningarmálanefnd frestar málinu.5. Rætur ? félag áhugafólks um menningarfjölbreytni.


Lagt fram bréf frá Rótum dags. 14. ágúst sl. þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar sem haldin verður öðru sinni á Ísafirði í tengslum við alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík dagana 27. september ? 7. október. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 208.000 til að styðja við innflutningu og leigu á pólskum kvikmyndum og vegna flugfars fyrir erlenda gesti, blaðamenn o.fl.


Menningarmálanefnd frestar málinu.6. Styrkbeiðnir og stefnumótun.


Rætt um styrkbeiðnir sem borist hafa og hversu stefnumótun um nýja stefnu í úthlutun styrkja o.fl. hefur dregist.


Nefndin telur ástæðu til að taka málið sérstaklega fyrir á næsta fundi.7. Næsti fundir menningarmálanefndar.


Menningarmálanefnd mun halda næsta fund þriðjudaginn 21. ágúst n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:10.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.      


Anna Sigríður Ólafsdóttir.      


Halldór Halldórsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?