Menningarmálanefnd - 136. fundur - 16. apríl 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert:



1. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.


Lagður fram samningur frá Menningarráði Vestfjarða, vegna samstarfs í menningarmálum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Tilgangur samningsins er að sveitarfélög á Vestfjörðum efli menningarstarf á svæðinu, leggi aukna áherslu á að menning sé hluti af atvinnu- og búsetuskilyrðum svæðisins og viðurkenni menningarmál sem eitt af mikilvægum verkefnum sveitarfélaganna.


Menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samstarfssamningurinn verði samþykktur.



2. Vinabæjarmót í Ísafjarðarbæ.


Lögð fram drög að dagskrá frá Árna Heiðari Ívarssyni, kennara, vegna komu ungmenna frá vinabæjum Ísafjarðarbæjar í ágúst næstkomandi. Vinabæjarmótið verður haldið dagana 25. ? 31. ágúst n.k. og boðið upp á fjölbreytta dagskrá.


Lagt fram til kynningar.



3. Turak leikhúsið.


Franska leikhúsið Turak er á leiðinni til Ísafjarðar. Mitt á milli brúðuleiks og hefðbundins leikhúss liggur Turak, sem sumir nefna ?víðavangsleikhús?. Þessi franski leikhópur mun fara víða um landið og kemur fram á Ísafirði miðvikudaginn 25. apríl n.k. kl. 17:00 í Hömrum. Sýningin er á vegum Alliance Francaise og kemur til landsins í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourqois Pas.


Sýningin er ætluð fyrir alla aldurshópa og miðaverð er kr. 1.000.-, en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 12:50.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.      


Anna Sigríður Ólafsdóttir.      


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.


          





Er hægt að bæta efnið á síðunni?