Menningarmálanefnd - 130. fundur - 21. nóvember 2006

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert.



1. Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2006.


Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ verður sem hér segir á þessu ári.





Ísafirði, laugardaginn 2. des. kl. 16.00 


Suðureyri, sunnudaginn 3. des. kl. 16.00 


Flateyri, laugardaginn 9. des. kl. 16.00 


Þingeyri, sunnudaginn 10.des. kl. 16.00 


Nefndin vonar að almenningur sjái sér fært að mæta og taka þátt í skemmtilegum viðburðum víða um Ísafjarðarbæ.



2. Kómedíuleikhúsið. ? Beiðni um styrk.


Lagt fram bréf  frá Elfari Loga Hannessyni fh. Kómedíuleikhússins dags. 21. nóvember s.l., þar sem farið er fram á styrk að upphæð kr. 60.000.- vegna jólasýningarinnar ?Súpan hennar Grýlu?. Gert er ráð fyrir sýningum á Ísafirði og Þingeyri.


Menningarmálanefnd samþykkir erindið.



3. Rýnifundur VáVest.


Formaður greindi frá fundi sem hann sat með VáVest hópnum.



4. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2007.


Umræður um fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.



5. Turak leikhúsið


Lagt fram bréf  dags 6. nóvember 2006 frá Gaëtan Montoriol, framkvæmdaastjóra Alliance Française vegna franskrar menningarhátíðar sem verður haldin á vordögum. Hluti af hátíðinni er leiksýning með Turak leikhúsinu og er óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna verkefnisins. Gert er ráð fyrir að kostnaður Ísafjarðarbæjar verði kr. 260.000.-


Menningarmálanefnd tekur vel í erindið og felur formanni að kanna með fjármögnun.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:10.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.  


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Rúnar Óli Karlsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?