Menningarmálanefnd - 128. fundur - 6. nóvember 2006

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Andrea S. Harðardóttir.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert:1. Fjárhagsáætlun 2007.


Farið yfir tillögur formanns nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.2. Stefnumótun í menningarmálum ? fundir með lykilaðilum.


Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafið vinnu við stefnumótun í menningarmálum með það að leiðarljósi, að efla menningarlífið enn frekar í bæjarfélaginu og gera starf menningarmálanefndar markvissara í þágu þess.


Við vinnuna vill nefndin hafa öflugt samstarf við aðila úr menningarlífinu og þannig tryggja að allir sem áhuga hafa á menningarmálum geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri og að sem flest sjónarmið heyrist. Fyrsti liðurinn í þessu ferli eru fundir með lykilaðilum í menningarlífinu í Ísafjarðarbæ og er fyrsta fundarlotan í dag.


Til fundar við nefndina undir þessum lið mættu Valdimar Halldórsson, Elfar Logi Hannesson, Unnar Reynisson og Friðrik Stefánsson. Sigríður Ragnarsdóttir og Jóhanna G. Kristjánsdóttir boðuðu forföll.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:45.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga Ólafsdóttir.      


Andrea S. Harðardóttir.


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Rúnar Óli Karlsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?