Menningarmálanefnd - 125. fundur - 28. ágúst 2006

Mættir eru: Ingi Þór Ágústsson, formaður og Inga Ólafsdóttir,  varaformaður; varamenn: Ingunn Ósk Sturludóttir, Andrea S. Harðardóttir og Kolbrún Schmidt.


Þetta var gert:

1. Stefnumótun menningarmálanefndar.


Formaður nefndarinnar lagði fram til kynningar drög að vinnu við stefnumótun menningarmálanefndar. Nefndin tók vel í að hefja slíka vinnu og er stefnt að því að henni verði lokið fyrir árslok.


 


2. Málefni Kómedíuleikhússins.


Elvar Logi Hannesson f.h. Kómedíuleikhússins lagði fram bréf þann 14. september 2005 þar sem óskað var eftir samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ og Menntamálaráðuneytið um rekstur leikhúss á Ísafirði. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna. Svar hefur borist frá Menntmálaráðuneytinu vegna málsins (dags. 8. ágúst 2006) og kemur þar fram að ráðuneytið getur ekki orðið við erindinu hvað varðar þríhliða samning en veitir engu að síður leikhúsinu eina milljón króna í styrk. Menningarmálanefnd tekur mjög jákvætt í þær hugmyndir sem Elvar Logi viðrar í bréfi sínu en telur að hér sé um meiri fjármuni að ræða en nefndin hefur umráð yfir.  Nefndin leggur til við bæjarráð að taka upp viðræður við Elvar Loga um erindi þríhliða samnings milli Ísafjarðarbæjar, Menntamálaráðuneytisins og Kómedíuleikhússins.3. Veturnætur.


Menningarmálanefnd leggur til að Veturnætur verði haldnar 19. ? 22. október 2006. Formanni og starfsmanni nefndarinnar er falið að leggja drög að dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar.4. Önnur mál


a.Rekstrarskýrsla menningarnefndar


Formaður lagði fram til kynningar rekstrarskýrslu fyrir tímabilið janúar ? júní.


      


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10.


Rúnar Óli Karlsson, ritari.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga Ólafsdóttir.      


Ingunn Ósk Sturludóttir.


Andrea S. Harðardóttir      


Kolbrún Schmidt


      

Er hægt að bæta efnið á síðunni?