Menningarmálanefnd - 124. fundur - 20. júlí 2006

Þetta er fyrsti fundur menningarmálanefndar frá því eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí s.l.Mættir eru: aðalmenn: Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir,  varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir; varamenn: Ingunn Ósk Sturludóttir og Andrea S. Harðardóttir.  Kolbrún Schmidt, varamaður, boðaði forföll.


Ingi Þór Ágústsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna til starfa.  Ritari nefndarinnar var kosin Anna Sigríður Ólafsdóttir.  


Þetta var gert.1. Erindisbréf menningarmálanefndar.


Lagt fram til kynningar erindisbréf menningarmálanefndar, sem áður hafði verið sent aðal- og varamönnum ásamt bréfi um skipan nefndarinnar.  Ljóst er að erindisbréfið þarf að endurskoða. 


 


2. Bréf Kristjáns Gunnarssonar, Þingeyri. - Styrkbeiðni.  2006-06-0040.


Lagt fram bréf Kristjáns Gunnarssonar, Þingeyri, dagsett 6. júní s.l., er vísað hafði verið til menningarmálanefndar frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 19. júní s.l.   Í bréfinu kemur fram að halda eigi eldsmíðanámskeið í gömlu smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna námskeiðahaldsins, að upphæð kr. 65.000.-.


Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.3. Bréf Kómedíuleikhússins. - Beiðni um bókakaup.  2006-07-0050.


Lagt fram bréf frá Elfari Loga Hannessyni vegna Komedíuleikhússins, dagsett þann 18. júlí s.l., þar sem gerð er grein fyrir bókaútgáfu á vegum Kómedíuleikhússins.  Um er að ræða bókina Íslenskir einleikir, sem hefur að geyma eina ellefu íslenska einleiki.  Óskað er eftir að Ísafjarðarbær kaupi 100 bækur og býðst hver bók á kr. 2.500.-.  Hugsunin er sú að bókin gæti nýtst Ísafjarðarbæ til gjafa.


Menningarmálanefnd felur formanni ásamt bæjarritara að ræða við Elfar Loga Hannesson.4. Bréf Þórs Steinssonar. - Beiðni um styrk vegna Nýhils.  2006-07-0053.


Lagt fram tölvubréf frá Þóri Steinssyni, Reykjavík, dagsett 21. júní s.l., þar sem sótt er um styrk fyrir Nýhil, félagsskap ungra ljóðskálda, sem munu heimsækja Ísafjörð þann 27. júlí n.k. og standa fyrir menningar- og upplestrarkvöldi hér.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 50.000.-.


Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu. 5. Bréf Tinnu Þorsteinsdóttur. - Tónlistarhátíðin ,,Við Djúpið?. 2006-02-0120.


Lagt fram tölvubréf frá Tinnu Þorsteinsdóttur dagsett 29. júní s.l., þar sem hún þakkar menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar fyrir stuðninginn við tónlistarhátíðina ,,Við Djúpið?, sem haldin var hér á Ísafirði í júní s.l.


Lagt fram til kynningar.6. Ungdomskonferensen í Joensuun 31. júlí - 4. ágúst 2006.  2006-03-0017.


Rætt um vinabæjarmótið Ungdomskonferensen er haldið verður í Joensuu í Finnlandi, dagana 31. júlí - 4. ágúst 2006 og undirbúning þess hér heima, sem og val á þátttakendum.


Inga Ólafsdóttir gerði grein fyrir stöðunni og vali þátttakenda, sem eru fjögur ungmenni, tvær stúlkur og tveir drengir, ásamt fararstjóra.


 


7. Elevtræf í Roskilde 26. ágúst - 1. september 2006.  2005-12-0053.


Rætt um undirbúning og val unglinga úr grunnskólum Ísafjarðarbæjar, er fara á vinabæjarmótið í Roskilde í Danmörku dagana 26. ágúst - 1. september 2006.


Inga Ólafsdóttir veitti upplýsingar um val þátttakenda, en alls fara til Roskilde tíu unglingar, fimm stúlkur og fimm drengir frá Ísafjarðarbæ, ásamt fararstjóra.


 


8. Önnur mál.


a.  Umræða um starf menningarmálanefndar, stefnumörkun og hugsanlega mótun reglna hvað varðar umsóknir og úthlutanir styrkja.


b.  Fundartími menningarmálanefndar.  Samþykkt var að fundir nefndarinnar verði annan þriðjudag í mánuði og hefjist kl. 16:00.


c.  Formaður greindi frá heimsókn 22 grænlendinga til Ísafjarðarbæjar, en þeir eru frá vinabæ okkar Nanortalik í Suður- Grænlandi.  Þetta eru meðlimir í kór og munu dvelja hér fram á komandi þriðjudag.


Lögð fram dagskrá heimsóknarinnar ásamt afriti af fréttatilkynningu. 


      


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga Ólafsdóttir.      


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Ingunn Ósk Sturludóttir.     


Andrea S. Harðardóttir.


      

Er hægt að bæta efnið á síðunni?