Menningarmálanefnd - 120. fundur - 7. febrúar 2006


Þetta var gert.1. Jóhann Hinriksson, forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafns,


 mætir á fund menningarmálanefndar.  Til fundar við menningarmálanefnd er mættur Jóhann Hinriksson, forstöðu- maður Bæjar- og héraðsbókasafns Ísafjarðarbæjar.


Jóhann lagði fram og fjallaði um ársskýrslu 2005 fyrir Bæjar- og hérðasbókasafn, Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Ísafjarðar.


Jafnframt lagði Jóhann fram og fór yfir minnisblað er varðar breytingar á opnunartíma og þjónustu safna, með tilvísun til bréfs Áslaugar Alfreðsdóttur frá 19. september 2005, um það málefni.


 Menningarmálanefnd þakkar fyrir greinagóða ársskýrslu, sem og minnisblað um breytta opnunartíma og þjónustu í Safnahúsi.  2. Bréf Roskilde Kommune. - Vinabæjarmót unglinga, Elevtræf 2006.  2005-12-0053. 


Lagt fram bréf frá Roskilde Kommune dagsett 22. desember 2005, þar sem boðið er til vinabæjarmóts unglinga, Elevtræf 2006, dagana 26. ágúst til 1. september 2006 í Roskilde.  Boðið er fyrir 10 einstaklinga úr 9. bekk grunnskóla, 5 stúlkur og 5 drengi ásamt fararstjóra.


Menningarmálanefnd leggur til að unglingum frá Ísafjarðarbæ verði gefinn kostur á, eins og undanfarin ár, að taka þátt í Elevtræf 2006 á komandi sumri.3. Bréf frá Kvenfélaginu Hvöt, Hnífsdal. - Styrkbeiðni vegna námskeiðs.  2006-01-0037. 


Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal, dagsett 5. janúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna námskeiðs, sem félagið mun halda um þjóðbúningasaum.


Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.4. Afrit umsókna Byggðasafns Vestfjarða í Húsafriðunarsjóð vegna 2006. 


Lögð fram til kynningar afrit af tveimur umsóknum Byggðasafns Vestfjarða í Húsafriðunarsjóð vegna ársins 2006.  Sótt er um styrki vegna Faktorshúss í Neðstakaupstað á Ísafirði og í Salthúsið á Þingeyri.


Lagt fram til kynningar.5. Vinabæjarmót (Nordic Twin City Meetings) í Ísafjarðarbæ 2006.  2006-02-0042.


Lögð fram drög að dagskrá og tímasetningu vinabæjarmóts er haldið verður í Ísafjarðarbæ á þessu ári.  Nefnd er skipuð var í nóvember 2004 hefur komið saman og gert þessi drög að dagskrá.


Lagt fram til kynningar.6.  Bréf starfsmanna á leikskólanum Laufási, Þingeyri. - Ferð til Danmerkur.  


2006-02-0041.


Lagt fram bréf frá starfsmönnun á leikskólanum Laufási, Þingeyri, dagsett þann 7. febrúar 2006, þar sem óskað er aðstoðar menningarmálanefndar vegna ferðar 8 starfsmanna af leikskólanum til Danmerkur nú í apríl.  Fyrirhugað er að fara til Hróarskeldu (Roskilde), vinabæjar Ísafjarðarbæjar og heimsækja þar leikskóla.


Menningarmálanefnd mun leita aðstoðar við að koma á tengslum við aðila í Hróarskeldu varðandi heimsóknina.7. Bréf Hálfdáns L. Pedersen. - Styrkbeiðni vegna myndar um ,,Aldrei fór  ég suður?. 


2006-02-0040. 


Lagt fram bréf frá Hálfdáni L. Pedersen, Markarflöt 6, Garðabæ, dagsett þann 12. janúar 2006, þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna frágangs á mynd um rokkhátíðana ,,Aldrei fór ég suður?.  Óskað er eftir styrk að upphæð krónur 300 þúsund.  Rúnar Óli Karlsson kom inn á fund menningarmálanefndar undir þessum lið dagskrár.


Menningarmálanefnd frestar afgreiðslu þar til fjallað verður almennt um styrkveitingar nefndarinnar.8. Bréf Jóhannesar Jónssonar. - Beiðni um styrk vegna heimildamyndarinnar ACT ALONE.  2006-02-0039.


Lagt fram bréf frá Jóhannesi Jónssyni, Digi-film, Ísafirði, dagsett 7. febrúar 2006, þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd að upphæð kr. 200.000.- vegna heimildarmyndarinnar ACT ALONE.


Menningarmálanefnd frestar afgreiðslu þar til fjallað verður almennt um styrkveitingar nefndarinnar.9. Styrkveitingar menningarmálanefndar 2006.


Menningarmálanefnd samþykkir, að auglýst verði eftir umsóknum, vegna styrkveitinga nefndarinnar á árinu 2006.


    


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:35.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Inga Ólafsdóttir, formaður.


Sigurborg Þorkelsdóttir.


Hansína Einarsdóttir.      

Er hægt að bæta efnið á síðunni?