Menningarmálanefnd - 116. fundur - 11. október 2005

Þetta var gert.

1. ?Veturnætur?. - Lista og menningarvika í Ísafjarðarbæ 2005.


Rædd voru áform um að koma á fót lista og menningarviku í Ísafjarðarbæ nú í nóvember n.k. undir heitinu ?Veturnætur?, hliðstætt því sem gert var á sama tíma s.l. haust. Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, er mættur á fund menningarmálanefndar undir þessum lið dagskrár.


Menningarmálanefnd felur Rúnari Óla Karlssyni að ræða við Önnu Sigríði Ólafsdóttur um hvort hún sé tilbúin að taka að sér undirbúning menningarvikunnar.2. Bréf Kómedíuleikhússins. - Drög að samstarfssamningi menntamála- ráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins. 2005-09-0047.


Lagt fram bréf frá Kómedíuleikhúsinu dagsett 14. september s.l., er vísað var til menningarmálanefndar frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 19. september s.l., til umfjöllunar. Erindi varðar drög að samstarfssamningi milli menntamálaráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði. Samningurinn fjalli um uppsetningu íslenskra leikverka, leiklistarhátíð og leiklistarnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Bréfinu fylgja upplýsingar og áætlanir er varða Kómedíuleikhúsið.


Lagt fram til kynningar að sinni, verður í nánari skoðun milli funda.3. Bréf Áslaugar S. Alfreðsdóttur. - Breyttur opnunartími Safnahúss Eyrartúni.


    2005-09-0050.


Lagt fram bréf frá Áslaugu S. Alfreðsdóttur dagsett 19. september s.l., þar sem hún meðal annars fjallar um hugsanlegan breyttan opnunartíma Safnahúss á Eyrartúni og aðlögun hans að þörfum ferðamanna, sem og að dagskrá safnsins hvað atburði varðar liggi tímalega fyrir.


Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindið og mun leita umsagnar forstöðumanns Safnahúss Eyrartúni, áður en erindinu er svarað.4. Fornleifastofnun Íslands. - Ársskýrsla 2004.


Lögð fram ársskýrsla Fornleifastofnunar Íslands fyrir starfsárið 2004. Í skýrslunni koma fram m.a. upplýsingar um fornleifauppgröft á Eyri í Skutulsfirði og fornleifauppgröft í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.


Jafnframt er lagt fram tölvubréf frá Andreu Harðardóttur dagsett 30. september s.l., vegna Fornleifastofnunar Íslands, ásamt minnisblaði og kostnaðartölum Adolfs Friðrikssonar vegna verkáætlana um fornleifauppgröft á Eyri í Skutulsfirði tímabilið 2006-2015.


Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.16:00


Þorleifur Pálsson, ritari.


Inga Ólafsdóttir, formaður.


Sigurborg Þorkelsdóttir. Hansína Einarsdóttir.


Rúnar Óli Karlsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?