Menningarmálanefnd - 115. fundur - 13. september 2005

Þetta var gert.

1. Bréf Kómedíuleikhússins. - Styrkbeiðni vegna ACT ALONE. 2005-07-0024.


Lagt fram bréf frá Kómedíuleikhúsinu dagsett 7. júlí s.l., þar sem sótt er um styrk til menningarmálanefndar vegna leiklistarhátíðarinnar ACT ALONE, sem haldin var í Ísafjarðarbæ helgina 30. júní til 3. júlí s.l. Sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000.-.


Menningarmálanefnd samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 100.000.-.2. Bréf Róta. - Styrkbeiðni vegna kvikmyndahátíðar. 2005-09-0015.


Lagt fram bréf frá Rótum félagi áhugamanna um menningarfjölbreytni dagsett þann 6. september s.l. Í bréfinu er óskað eftir fjárstyrk frá menningarmálanefnd vegna fyrirhugaðrar kvikmyndahátíðar sem haldin verður á Ísafirði um mánaðarmótin september-október n.k. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 70.000.-.


Menningarmálanefnd samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 50.000.-.3. 17. júní 2005. - Framkvæmd hátíðarhalda.


Rætt um framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní s.l. og farið yfir einstaka þætti dagskrárinnar.


Ákveðið var að fá verkefnisstjóra á fund nefndarinnar á næstunni.4. Tjöruhúsið í Neðstakaupstað. - Fjárhagsáætlun 2005.


Farið var yfir rekstur Tjöruhússins í Neðstakaupstað á líðandi sumri, sem og innkaup og framkvæmdir við húsið nú í sumar. Umhverfi hússins var lagað sem og var þak þess málað. Endurnýjaður var og búnaður vegna veitingareksturs í húsinu.


Menningarmálanefnd samþykkir að gerðar verði millifærslur innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar, til að mæta umframkostnaði einstakra liða.5. Bréf Ragnheiðar Gröndal. - Styrkbeiðni vegna tónleikahalds. 2005-09-0051.


Lagt fram bréf Ragnheiðar Gröndal dagsett 13. september 2005, þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd vegna tónleikahalds á Ísafirði í nóvember n.k.


Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu, en mun benda bréfritara á hugsanlega samstarfsaðila.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Inga Ólafsdóttir, formaður.


Sigurborg Þorkelsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?