Landbúnaðarnefnd - 87. fundur - 22. desember 2008


Þetta var gert:



1. Erindi frá bæjarráði. 2008-11-0066.


Lagt fram til umsagnar bréf Þórunnar Pétursdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar, dags. 24 nóv. s.l. Í bréfinu fer Þórunn fram á styrk að upphæð kr. 54.000.- til verkefnisins ?Bændur græða landið?. Eru tólf þátttakendur í Ísafjarðarbæ og því kr. 4.500.- á hvern og einn. Landbúnaðarnefnd telur verkefnið þarft og leggur til að styrkurinn verði veittur.



2. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020. 2006-03-0038.


Rætt um drög að aðalskipulagi sem kynnt voru 17. nóvember s.l. Landbúnaðarnefnd fjallaði um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar á 79. fundi sínum þann 1. febrúar 2007. Ítrekar nefndin fyrri áherslur sínar um mikilvægi landbúnaðar í Ísafjarðarbæ og nauðsyn þess að hann verði áfram einn af hornsteinum atvinnulífs svæðisins. Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau er kynnt.



3. Refa- og minkaveiðar. 2008-03-0033


Lagðar fram skýrslur um refa- og minkaveiðar veiðiársins 2008. Í þeim kemur fram að kostnaður við veiðarnar var: vegna refaveiða kr. 1.957.326.- og vegna minkaveiða kr. 466.020.-. Alls voru greiðslur ársins kr. 2.423. 346.-.


Veiddir voru 246 fullorðnir refir og 69 yrðlingar eða alls 315 dýr. Þá voru veiddir 65 minkar.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Jón Sigmundsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?