Landbúnaðarnefnd - 81. fundur - 24. maí 2007


Árið 2007, þann 24. maí kl. 13:00 kom landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í á Ísafirði. Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.

Þetta var gert:
1. Refa- og minkaeyðing 2007. 2007-04-0068.


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 21. maí s.l., var 2. lið 80. fundargerðar landbúnaðarnefndar vísað aftur til nefndarinnar að beiðni formanns landbúnaðarnefndar, en í þeim lið gerði landbúnaðarnefnd tillögur um ráðningu skotmanna sumarið 2007.a. Fyrst var tekið fyrir erindi Arnfinns Jónssonar þar sem hann gerir athugasemd við mörk á veiðisvæði í Auðkúluhreppi hinum forna er hann hafði sótti um sem veiðisvæði. Nefndin hafði úthlutað honum Auðkúluhreppi hinum forna frá Langanesi að Skeggja við innanverðan Lokinhamradal. Fer Arnfinnur fram á að mörkin færist til og miðist við gömlu hreppamörkin við Þingeyrarhrepp innan til við Sléttanes.


Landbúnaðarnefnd leggur til að í ár verði úthlutað samkvæmt gömlu hreppamörkunum, en frá og með næsta ári verði mörkin færð inn fyrir Lokinhamradal.


Við það breytist fyrri bókun nefndarinnar á þann veg að lagt er til að Arnfinni Jónssyni verði úthlutað Auðkúluhreppi hinum forna að gömlu hreppamörkunum við Þingeyrarhrepp og Hjalta A. Proppé og Sigurjóni Hákoni Kristjánssyni verði úthlutað Þingeyrarhreppur hinn forni.b. Borist hafði bréf frá Hallgrími Magnúsi Sigurjónssyni og Guðmundi Jens Jóhannssyni dagsett 23. maí s.l., þar sem þeir sækja um refaveiðar á svæðinu Jökulfirðir frá Bjarnarnúpi að friðlandi í botni Hrafnsfjarðar. Hafi þeir verið með refaveiðar á viðkomandi svæði og ætlað sér að halda þeim áfram, en auglýsingin þar um farið fram hjá þeim.


Landbúnaðarnefnd harmar að auglýsingin hafi farið framhjá þeim, en að auglýst hafi verið í héraðsblaði eins og gert hafi verið um árabil. Þá hafi auglýsingin einnig verið birt á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Nefndin telur þessar auglýsingar fullnægjandi og því sé umsóknin ekki tekin til umfjöllunar þar sem umsóknarfrestur var til 29. apríl s.l.


Nefndin leggur því til að fyrri tillögur með áorðnum breytingum verði staðfestar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:45.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Guðmundur Steinþórsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?