Landbúnaðarnefnd - 77. fundur - 10. janúar 2007

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:



1. Umsókn um leyfi til búfjárhalds. 2005-11-0068.


Umsókn um leyfi til frístundabúskapar í Ísafjarðarbæ hefur borist frá eftirfarandi aðilum:


Árný Herbertsdóttir,Aðalstræti 33, 400 Ísafirði.


María Hallgrímsdóttir,Seljalandsvegi 87, 400 Ísafirði.


Úrsula Siegle,Bakkavegi 7, 410 Hnífsdal.


Guðmundur Helgason,Seljalandsvegi 40, 400 Ísafjörður.


Össur Össurarson,Hjallavegi 9, 400 Ísafjörður.


Karl Geirmundsson,Fjarðarstræti 55, 400 Ísafjörður.


Hulda Bragadóttir,Hafraholti 50, 400 Ísafjörður.


Valur Sæþór Valgeirsson,Hjallavegi 25, 430 Suðureyri.


Bjarni Jóhannsson,Hjallabyggð 7, 430 Suðureyri.


Ingibjörg M. Sigmundsdóttir,Stórholti 27, 400 Ísafirði.


Sigríður Inga Sigurjónsdóttir,Urðarvegi 16, 400 Ísafirði.


Jón Sigurðsson,Brekkugötu 26, 470 Þíngeyri.


Landbúnaðarnefnd leggur til að ofangreindum verði veitt umbeðið leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland er þeir vísa til, á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.



2. Bréf frá umhverfisnefnd vegna vinnu við nýtt aðalskipulag. 2006-03-0038.


Lagt fyrir erindi frá umhverfisnefnd dags. 3. janúar s.l., vegna vinnu við nýt aðalskipulag sem er í vinnslu fyrir Ísafjarðarbæ.


Ákveðið að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar svo nefndarmenn geti sett sig betur inn í málin. Stefnt að næsta fundi 29. janúar n.k.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Jón Sigmundsson..


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?