Landbúnaðarnefnd - 76. fundur - 24. október 2006

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:

1. Vinnuferli fjárhagsáætlunar


Vinnuferli við fjárhagsáætlun kynnt og farið yfir þá þætti sem falla undir verksvið nefndarinnar. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að fjárrétt í landi Traðar í Önundarfirði og girðing umhverfis byggðina í Skutulsfirði verði á fjárhagsáætlun ársins 2007. Ennfremur að aðrir rekstraliðir hækki sem nemur verðlagsþróun.2. Minkaveiðar utan grenjatíma. 2006-09-0097


Auglýst var í B.B. eftir aðilum til að stunda gildruveiðar á mink utan grenjatíma. Eftirfarandi umsóknir bárust:Dýrafjörður: Þingeyrar- og Mýrahreppur. Kristín Þórunn Helgadóttir og Brynjar Gunnarsson, Þingeyri.


Dýrafjörður: Mýrahreppur innanverður og Lambadalur. Guðmundur Steinþórsson, Lambadal, Dýrafirði.


Önundarfjörður: Flateyrahreppur og Mosvalla- og Mýrahreppur eftir atvikum.


Kristján R. Einarsson, Flateyri.


Súgandafjörður: Jón Víðir Njálsson, Suðureyri.


Súgandafjörður eða annað svæði: Valur Richter, Ísafirði.


Skutulsfjörður: Frá Engidal að Arnardal. Finnbogi Jónasson, Ísafirði.


Nefndin leggur til að eftirtaldir verði ráðnir og á neðangreind svæði.Guðmundi Steinþórssyni, Lambadal, verði úthlutað svæðið um innanverðan Dýrafjörð að landamerkjum Ketilseyrar og að landamerkjum Næfraness. Guðmundur Steinþórsson vék af fundi undir þessum lið.


Kristínu Þórunni Helgadóttir og Brynjari Gunnarssyni, Þingeyri, verði úthlutaður ytri hluta Dýrafjarðar frá og með Ketilseyri að sunnanverðu og frá og með Næfranesi að norðanverðu.


Kristjáni R. Einarssyni, Flateyri, verði úthlutaður Önundarfjörður ásamt Ingjaldssandi.


Jóni Víði Njálssyni, Suðureyri, verði úthlutaður Súgandafjörður.


Vali Richter, Ísafirði, verði úthlutaður Skutulsfjörður frá landamerkju við Bolungarvík og að Engidalsá. Ennfremur að Vali verði boðið svæði Ísafjarðarbæjar í Arnarfirði.


Finnboga Jónassyni, Ísafirði, verði úthlutað svæðið frá Engidalsá, að landamerkjum við Súðavíkurhrepp.

Nefndin leggur áherslu á að veiðimenn hafi samband við landeigendur áður en veiðar eru hafnar.3. Erindi frá bæjarráði. - Lausaganga búfjár í Snæfjallahreppi. 2006-08-0043


Lagt fram bréf sent frá bæjarráði, erindi Ingibjargar Kjartansdóttur landeiganda í Unaðsdal, Snæfjallahreppi hinum forna. Í bréfinu bendir Ingibjörg á lausagöngu búfjár í Snæfjallahrepp, sem á að vera fjárlaus og afgirtur.


Mikil bréfaskrif fóru fram á milli hlutaðeigandi aðila árið 1999, sem lauk á þann veg að landeigendur og Vegagerð ríkisins sáu um framkvæmdir. Í svari bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar þann 12. október 1999 telur hann málinu lokið af hálfu Ísafjarðarbæjar. Landbúnaðarnefnd sér ekki neinar breytingar á forsendum frá þeim tíma, sem tengt gæti Ísafjarðabæ málinu.4. Ályktun frá aðalfundi Sauðfjárbænda á Vestfjörðum. 2006-09-0087


Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi sauðfjárbænda á Vestfjörðum, um að ríki og sveitarfélög auki fjármagn til eyðingar á ref og mink.


Nefndin fagnar framkominni tillögu og ýtrekar nauðsyn þess að veita meira fjármagni í þennan málaflokk.5. Refa- og minkaveiðar veiðiársins 2005- 2006.


Lagt fram uppgjör veiðiársins 2005 ? 2006, um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. Í því kemur fram að fjöldi veiddra refa var 177 og fjöldi yrðlinga var 78, alls 255 dýr. Kostnaður við refavinnslu var kr. 1.409.811.- og kostnaður við hvert unnið dýr var að meðaltali kr. 5.529.-.


Þá veiddust 164 minkar og kostnaður við minkavinnsluna var alls kr. 753.673.- og kostnaður við hvert unnið dýr var að meðaltali kr. 4.596.-. Alls var því kostnaður við refa- og minkaveiðar veiðiárið 2005 ? 2006 kr. 2.145.484.-.


Lagt fram til kynningar.6. Önnur mál


Umræður um frístundabúskap og leyfi til að halda búfé í þéttbýli Ísafjarðarbæjar. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefinn frestur til eigenda búfjár, um að sækja um leyfi fyrir sínu búfé hafa ekki allir búfjáreigendur enn sem komið er sinnt því. Landbúnaðarnefnd beinir því til bæjarstjórnar að framfylgt verði þeirri málsgrein í 3. gr. samþykkta um búfjárhald í Ísafjarðarbæ er segir: ?Ef búfé er haldið í Ísafjarðarbæ án leyfis, er bæjarstjórn heimilt að krefjast þess að lögreglustjóri taki viðkomandi búfé úr vörslu búfjáreiganda?.


Lagt er til að gefinn verði lokafrestur til 30. nóvember n.k., til að menn komi sínum málum í lag.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Guðmundur Steinþórsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.Er hægt að bæta efnið á síðunni?