Landbúnaðarnefnd - 73. fundur - 2. maí 2006

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:


1. Refa- og minkaveiðar komandi veiðiárs. 2006-04-0024.


Auglýst var eftir veiðimönnum í B.B. 12. apríl s.l. og eftirtaldar umsóknir bárust.


Refir:


Auðkúluhreppur hinn forni: Engin sótti um þar.


Þingeyrarhreppur hinn forni: Sigþór V. Elíasson og Sonja Elín Thompson, Þingeyri.


Mýrarhreppur hinn forni: Kristján Einarsson, Flateyri.


Hjalti Reynir Ragnarsson og Helgi Jóhannesson, Ísafirði.


Önundafjörður: Kristján Einarsson, Flateyri.


Súgandafjörður: Valur Richter, Ívar Már Valsson og Björgvin Helgi Brynjarsson, Ísafirði.


Skutulsfjörður: Guðmundur Valdimarsson, Ísafirði.


Snæfjallahreppur hinn forni, frá Mórillu að Innraskarði: Engin sótti um þar.


Snæfjallahreppur hinn forni, Innraskarð að Bjarnarnúpi: Kristján H. Lyngmó, Ísafirði.


Jökulfjörðum að friðlandi: Magnús Sigurjónsson og Guðmundur J. Jóhannsson, Ísafirði.


Gamli Grunnavíkurhr. austan friðlands: Ragnar Jakobsson, Bolungarvík.


Minkar:


Ísafjarðarbær:


Helgi Jóhannesson, Ísafirði.


Í Dýrafirði, frá Alviðru að Fjallaskaga og frá Meðaldalsá að Sléttanesi:


Brynjar Gunnarsson og Kristín Þórunn Helgadóttir, Þingeyri.


Jökulfjörðumað friðlandi: Jón Friðrik Jóhannsson, Ísafirði.


Landbúnaðarnefnd leggur til að eftirtaldir aðilar verði ráðnir að viðkomandi svæðum.


Refir:


Þingeyrarhreppi hinum forna:


Sigþór V. Elíasson og Sonja Elín Thompson, Þingeyri.


Mýrarhreppi hinum forna:


Kristján Einarsson, Flateyri.


Önundafjörður:


Kristján Einarsson, Flateyri.


Súgandafjörður:


Valur Richter, Ívar Már Valsson og Björgvin Helgi Brynjarsson, Ísafirði.


Skutulsfjörður:


Guðmundur Valdimarsson,Ísafirði.


Snæfjallahreppi hinum forna utan Innra Skarðs að Bjarnarnúpi:


Kristján H. Lyngmo, Ísafirði.


Jökulfirðir að friðlandi:


H. Magnús Sigurjónsson og Guðmundur J. Jóhannsson, Ísafirði.


Gamli Grunnavíkurhreppur austan friðlands:


Ragnar Jakobsson, Bolungarvík.


Starfsmanni nefndarinnar falið að leita eftir veiðimönnum á svæði sem engin sótti um.


Minkar:


Ísafjarðarbær:


Helgi Jóhannesson, Ísafirði.





Minkaleit verði hagað líkt og undanfarin ár. Leitað verði í kringum æðarvörp og út frá þeim.


Þar sem endurgreiðsluhlutfall Umhverfisstofnunar er aftur komið í 50% af kostnaði við veiðarnar leggur landbúnaðarnefnd til, að aftur verði farið að greiða fyrir minkaveiðar utan grenjatíma og veiðimenn ráðnir eftir auglýsingu og sjái um ákveðin svæði.



2. Bréf Finnboga J. Jónassonar, Ísafirði, um refa- og minkaveiðar á jörðinni Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 2006-04-0024.


Lagft fram bréf frá Finnboga J. Jónassyni, Ísafirði, þar sem hann tilkynnir að eigendur jarðarinnar Höfðastrandar í Jökulfjörðum ætli að sjá um refa- og minkaveiðar og grenjavinnslu á jörðinni.


Nefndin leitaði álits Áka Ármannssonar, starfsmanns Umhverfisstofnunar, á erindi Finnboga.


Í svari hans kemur fram: ,,Landeigenda er heimilt að banna veiðar á sínu landi, en á grenjatíma refs er refurinn alfriðaður nema ráðnir veiðimenn meiga veiða hann og leyfilegt er að verjast tjóni ef um æðarvarp er að ræða og eða ef refur leitar í sauðfé.


Þannig að ef hvorki er æðarvarp eða sauðfjárbúskapur á jörðinni er landeigenda óheimilt að veiða refinn frá 1. maí til 31. júlí.?


Því virðist ljóst að ef landeigendur banna veiðar á sínu landi verður ekki um neinar veiðar þar að ræða á hefðbundnum grenjatíma þ.e. frá 1. maí til 31. júlí.



3. Önnur mál.


Rætt um eyðingu rúlluplasts og skilagjald af því.


Landbúnaðarnefnd leggur til að bæjarstjórn beiti sér fyrir að bændur fái greitt skilagjald fyrir notað rúlluplast eins og gert var ráð fyrir þegar skattur var lagður á innflutning þess á sínum tíma.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.





Guðmundur Steinþórsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Jón Jens Kristjánsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?