Landbúnaðarnefnd - 71. fundur - 2. febrúar 2006

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.

Þetta var gert:


1. Bréfi vísað frá bæjarráði til landbúnaðarnefndar. 2006-01-0092.



Tekið fyrir bréf frá Guðmundi S. Einarssyni, Ísafirði, dagsett 20. janúar 2006, sem bæjarráð vísar til nefndarinnar. Bréfið fjallar um leyfi til búfjárhalds innan þéttbýlis í Ísafjarðarbæ og nýjar reglur þar um.


Aldrei hefur staðið til af hálfu landbúnaðarnefndar að mæla á móti að nokkrum aðila verði veitt leyfi til frístundabúskapar innan þéttbýliskjarnna í Ísafjarðarbæ ef farið er eftir þeim reglum sem settar eru fram í ?Samþykktum um búfjárhald í Ísafjarðarbæ".



2. Umsóknir um leyfi til frístundarbúskapar. 2005-11-0068.



Eftirfarandi umsóknir hafa borist um leyfi til frístundarbúskapar frá síðasta fundi nefndarinnar.


Kristján Jónsson, Hjallavegi 16, 400 Ísafjörður.


Gísli Jónsson, Fjarðastræti 55, 400 Ísafjörður.


Elvar Reyisson, Hlíðarvegi 6, 400 Ísafjörður.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 12, 410 Hnífsdal.


Landbúnaðarnefnd leggur til að öllum ofantöldum umsækjendum verði veitt umbeðin leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland sem þeir vísa til á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.



3. Refa- og minkaeyðing ársins 2005 uppgjör. 2005-04-0042.



Farið yfir uppgjör fyrir refa og minkaeyðingu veiðiársins 2004-2005. Fram kom að kostnaður veiðiársins var kr. 1.729.232.- Alls veiddust 147 refir, 96 yrðlingar og 124 minkar. Endurgreiðsluhlutfall Umhverfisstofnunar var 50% eða alls kr. 856. 772,-


Lagt fram til kynningar.



4. Bréf íbúasamtakanna Átaks Þingeyri.



Bæjarráð vísar bréfi íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri unnið af stjórn samtakanna haustið 2005 til nefnda bæjarins. Landbúnaðarnefnd þakkar íbúasamtökunum góðar ábendingar.


Lagt fram til kynningar.



5. Fjárrétt í landi Traðar í Önundarfirði.



Farið yfir stöðu mála með fjárrétt í landi Traðar.


Bæjartæknifræðingur kynnti framkvæmdaáætlun og fór yfir kostnaðarliði við framkvæmdir.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.


Guðmundur Steinþórsson, formaður.


Ari Sigurjónsson. Jón Jens Kristjánsson.


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifr. Þórir Örn Guðmundsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?