Landbúnaðarnefnd - 69. fundur - 30. ágúst 2005

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.

Þetta var gert:


1. Göngur.



Landbúnaðarnefnd leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhúsi. Allsherjarsmölun fari fram í sveitarfélaginu 24. og 25. september n.k.


Það eru tilmæli landbúnaðarnefndar til bænda og annarra fjáreigenda, að þeir sleppi ekki fé úr allsherjarsmölun í haga aftur fyrr en eftir 15. október n.k.



2. Gangna- og réttarstjórar.



Lagt er til að eftirtaldir verði gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ.



Í Skutulsfirði:


Hraunsrétt: Hjálmar Sigurðsson.


Kirkjubólsrétt: Steingrímur Jónsson og Kristján Jónsson.


Arnardalsrétt: Halldór Matthíasson.



Í Súgandafirði.



Keflavík að Seli: Svavar Birkisson.


Frá Seli að Sunddal: Karl Guðmundsson.


Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri: Þorvaldur H. Þórðarson.



Í Önundarfirði:



Svæði 1. frá Flateyri að Breiðadalsá: Halldór Mikkaelsson.


Svæði 2. frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum: Magnús H. Guðmundsson.


Svæði 3. Vífilsmýri að Þórustöðum: Ásvaldur Magnússon.


Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi: Guðmundur St. Björgmundsson.



Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna:



Svæði 1. Ingjaldssandur Elísabet Pétursdóttir.


Svæði 2. frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar, Nesdal og Barða Elísabet Pétursdóttir.


Svæði 3. frá Fjallaskaga að Alviðru Helgi Árnason.


Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur Torfi Bergsson og Guðmundur Ásvaldsson.


Svæði 5. frá Hvassahrygg að Glórugili. Jón Skúlason og Torfi Bergsson.


Svæði 6. frá Glórugili að Höfða Karl A Bjarnason og Hermann Drengsson.


Svæði 7. Höfði að Botnsá. Sighvatur Jón Þórarinsson og Guðmundur Steinþórsson.



Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna:



Svæði 1. frá Botnsá að Þingeyri. Ómar Dýri Sigurðsson.


Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal Hallgrímur Sveinsson.


Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum Sigrún Guðmundsdóttir.


Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum Friðbert Kristjánsson og Kristján Gunnarsson.



Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna:



Svæði 1. Lokinhamradalur Friðbert Jón Kristjánsson.


Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri Guðmundur G. Guðmundsson.


Svæði 3. Bauluhús og Auðkúla Hreinn Þórðarson.


Svæði 4. Hrafnseyri að Rauðstöðum Guðrún Steinþórsdóttir.


Svæði 5. Rauðstaðir og Borg Steinar R Jónasson.


Svæði 6. Dynjandi að Langanesi Þorbjörn Pétursson.


Húsráðendur þar sem aðkomufé er rekið til réttar eða húsa skulu tilkynna eigendum þess um það svo fljótt sem auðið er.



3. Ágangur búfjár inn í þéttbýliskjarna bæjarins.



Rætt um ágang búfjár inn í þéttbýliskjarna bæjarins. Sérstaklega hefur borið á því að fé komist inn í Holtahverfi og Tungudal.


Telur landbúnaðarnefnd að létta megi á áganginum með því að setja rimlahlið á Kirkjubólshlíð og fer fram á að bæjarráð fylgi málinu eftir.


Eins leggur landbúnaðarnefnd til að skoðað verði hvar best sé að staðsetja girðingu í Dagverðadal til að hindra ágang búfjár í Tungudal



4. Búfjárhald í þéttbýli.



Rætt um frístundabúskap í Ísafjarðarbæ.


Landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að senda öllum sem stunda frístundabúskap í Ísafjarðarbæ umsóknareyðublað um leyfi til frístundarbúfjárhalds og samþykktir um búfjárhald í ísafjarðarbæ (nr. 998).


Mælir nefndin með að allir hafi leyfi fyrir sínu búfé fyrir næstu áramót.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30




Guðmundur Steinþórsson, formaður.


Ari Sigurjónsson. Jón Jens Kristjánsson.


Karl Bjarnason. Steinþór A Ólafsson.


Helgi Árnason. Þórir Örn Guðmundsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?